Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:57 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að hún muni sækja verulega fram fyrir sitt fólk. Stöð 2/Arnar Formaður Eflingar kveðst hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara og segir augljóst að verka- og láglaunakonur sé hópurinn sem þurfi að virðismeta. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er hugsi yfir þeim launahækkunum sem skrifað var undir í gærkvöldi í ljósi þess að verka- og láglaunafólk hafi þurft að sýna ábyrgð þegar skrifað var undir kjarasamninga í fyrra til að halda vöxtum og verðbólgu í skefjum. Kjarasamningurinn hljóðar upp á um 24% launahækkun á fjögurra ára tímabili. „Við þurfum að skoða nákvæmlega hvað þetta þýðir og hvaða hækkanir er þarna um að ræða en það er ljóst að þarna hefur verið samið um verulega mikið meira en við höfum samið um, Efling, SGS og aðrir innan Alþýðusambandsins bæði á almenna og opinbera markaðnum og eflaust mun þetta hafa töluvert mikil áhrif.“ Samningarnir í gærkvöldi muni breyta nálgun samninganefndar Eflingar þegar kemur að næstu kjarasamningum. „Þarna til dæmis erum við í Eflingu með stóran hóp kvenna sem starfa inn á leikskólunum. Þær voru fyrir undirritun þessara samninga sem hér um ræðir með verulega lægri laun. Þarna er ég að tala um til dæmis deildarstjórana sem eru í Eflingu en sinna nákvæmlega sömu störfum og leikskólamenntaðir deildarstjórar og nú er launamunurinn væntanlega orðinn mjög mikill. Og auðvitað þýðir þetta það að við munum koma í næstu samningum og sækja fram fyrir okkar fólk, fyrir okkar konur.“ Þá segir hún að á þessum tímapunkti sé nauðsynlegt að Alþýðusambandið, Efling og Starfsgreinasambandið að rýna í það sem felst í virðismatsvegferðinni. „Það er auðvitað skrítið að sjá að það er verka- og láglaunafólk sem var tilbúið til að axla þessa miklu ábyrgð, semja með þessum hætti en aðrir hafa ekki verið tilbúnir til þess að feta í þau fótspor. Það er undarlegt að horfa upp á það.“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21 Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri í Reykjavík segir í samtali við Vísi að sveitarfélögin hafi einróma samþykkt þann samning sem nú stendur til að skrifa undir í Karphúsinu. Það sé mikið fagnaðarefni. 25. febrúar 2025 23:21
Kjarasamningur kennara í höfn Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í kvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudag. 25. febrúar 2025 22:09