Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 16:04 Agnes Ósk segir tjáningarfrelsi lögreglumanna einnig til umfjöllunar í máli sem tekið er fyrir í héraðsdómi um mótmæli við Skuggasund í maí í fyrra. Samsett Varaformaður Landssambands lögreglumanna segir sambandið ekki geta sagt til um einstaka ummæli lögreglumanna á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra. Ummælin hafi verið viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustig var hátt. Það verði gott fyrir lögreglumenn líka að vita hvar mörkin liggja. Agnes Ósk Marzellíusardóttir varaformaður segist ekki sjálf hafa séð upptökurnar, aðeins lesið um ummælin í fjölmiðlum, og eigi því erfitt með að tjá sig um þau. Samhengið liggi ekki fyrir. Snarklikkuð og dýr Fjallað var um ummælin á Vísi í morgun en á föstudag fór fram aðalmeðferð í máli nímenninga sem stefnt hafa íslenska ríkinu vegna valdbeitingar lögreglu á mótmælunum sem þau telja úr hófi. Meðal málsgagna voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna þar sem einn mótmælandi er kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Agnes bendir á að Nefnd um eftirlit með lögreglu hafi tekið málið fyrir og ekki vikið að þessum ummælum lögreglumannanna í sinni ákvörðun þó svo að nefndin hafi haft upptökur úr búkmyndavélum til skoðunar. „Þetta er í grunninn sama umræða og var tekin í tengslum við Ásmundarsalarmálið,“ segir Agnes en ákvörðun nefndarinnar í því máli var að samtöl lögreglumanna á vettvangi voru ámælisverð. Ummælin sneru að viðveru ráðherra í samkvæmi þar sem fjöldatakmarkanir voru við lýði. Sjá einnig: Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum „Við erum hér að tala um réttinn til að mótmæla og tjáningarfrelsið og við höfum séð það áður að við höfum fjallað um þetta áður í tengslum við tjáningarfrelsi lögreglumanna og friðhelgi einkalífs þeirra. Það verður áhugavert að sjá hver afstaða dómara er varðandi það hvar réttur lögreglumanna er til að tjá sig liggur og þá sérstaklega þegar um er að ræða einkasamtöl eins og í þessu tilviki.“ Hún segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka ummæli lögreglumanna. „Ég er ekki í stöðu til þess að meta einstaka ummæli en ég get tjáð mig um það hvar þessi mörk liggja. Við vitum það ekki en það verður gott fyrir okkur líka að sjá hvað dómari segir um þetta mál. Þarna er fjallað um tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla en þarna verður líka fjallað um tjáningarfrelsi lögreglumanna og það verður gott fyrir okkur að fá leiðbeiningar um þetta. Þessi ummæli sem er fjallað um eru viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustigið er gríðarlega hátt. Aðstæðurnar hafa verið raktar fyrir dómi af þeim einstaklingum sem eru hæfastir til að gera það þannig það er litlu frá okkur við að bæta.“ Agnes segir leiðinlegt að svona aðstæður þurfi til en það verði gott fyrir þau að fá leiðbeiningar. „Þetta snýst um réttindi okkar líka. Í þessu verkefni voru okkar þjálfuðustu menn í svona aðstæðum. Ég treysti þeim til að vinna verkefnið vel og hef ekki trú á því að það liggi eitthvað dýpra að baki en að vinna vinnuna sína.“ Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Palestína Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Agnes Ósk Marzellíusardóttir varaformaður segist ekki sjálf hafa séð upptökurnar, aðeins lesið um ummælin í fjölmiðlum, og eigi því erfitt með að tjá sig um þau. Samhengið liggi ekki fyrir. Snarklikkuð og dýr Fjallað var um ummælin á Vísi í morgun en á föstudag fór fram aðalmeðferð í máli nímenninga sem stefnt hafa íslenska ríkinu vegna valdbeitingar lögreglu á mótmælunum sem þau telja úr hófi. Meðal málsgagna voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumannanna þar sem einn mótmælandi er kallaður dýr og annar sagði mótmælendur snarklikkaða og að þeir fengið smá lexíu þegar lögregla beitti þá piparúða. Lögreglumenn sem voru við störf á mótmælum í Skuggasundi þann 31. maí í fyrra lýstu við aðalmeðferð á föstudag erfiðum aðstæðum á vettvangi. Lögregla hafi verið fáliðuð og ekki hafi verið hægt að bregðast öðruvísi við á mótmælunum en að beita piparúða. Í málinu er fjallað um réttinn til að mótmæla, sem er hluti af tjáningarfrelsinu, og það rammað inn hvað má og hvað má ekki gera á mótmælum. Hvort það teljist til friðsamlegra mótmæla að tefja för ráðherra með því að leggjast í götu og fylgja ekki fyrirmælum lögreglu. Á sama tíma er það skoðað við hvaða aðstæður valdbeiting lögreglu, að beita piparúða, á rétt á sér og í hvaða röð valdbeitingin eigi að vera. Agnes bendir á að Nefnd um eftirlit með lögreglu hafi tekið málið fyrir og ekki vikið að þessum ummælum lögreglumannanna í sinni ákvörðun þó svo að nefndin hafi haft upptökur úr búkmyndavélum til skoðunar. „Þetta er í grunninn sama umræða og var tekin í tengslum við Ásmundarsalarmálið,“ segir Agnes en ákvörðun nefndarinnar í því máli var að samtöl lögreglumanna á vettvangi voru ámælisverð. Ummælin sneru að viðveru ráðherra í samkvæmi þar sem fjöldatakmarkanir voru við lýði. Sjá einnig: Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum „Við erum hér að tala um réttinn til að mótmæla og tjáningarfrelsið og við höfum séð það áður að við höfum fjallað um þetta áður í tengslum við tjáningarfrelsi lögreglumanna og friðhelgi einkalífs þeirra. Það verður áhugavert að sjá hver afstaða dómara er varðandi það hvar réttur lögreglumanna er til að tjá sig liggur og þá sérstaklega þegar um er að ræða einkasamtöl eins og í þessu tilviki.“ Hún segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka ummæli lögreglumanna. „Ég er ekki í stöðu til þess að meta einstaka ummæli en ég get tjáð mig um það hvar þessi mörk liggja. Við vitum það ekki en það verður gott fyrir okkur líka að sjá hvað dómari segir um þetta mál. Þarna er fjallað um tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla en þarna verður líka fjallað um tjáningarfrelsi lögreglumanna og það verður gott fyrir okkur að fá leiðbeiningar um þetta. Þessi ummæli sem er fjallað um eru viðhöfð í aðstæðum þar sem spennustigið er gríðarlega hátt. Aðstæðurnar hafa verið raktar fyrir dómi af þeim einstaklingum sem eru hæfastir til að gera það þannig það er litlu frá okkur við að bæta.“ Agnes segir leiðinlegt að svona aðstæður þurfi til en það verði gott fyrir þau að fá leiðbeiningar. „Þetta snýst um réttindi okkar líka. Í þessu verkefni voru okkar þjálfuðustu menn í svona aðstæðum. Ég treysti þeim til að vinna verkefnið vel og hef ekki trú á því að það liggi eitthvað dýpra að baki en að vinna vinnuna sína.“
Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Palestína Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira