Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fórnar höndum í landsleiknum gegn Sviss á föstudaginn. Hún hefur verið í afar litlu hlutverki hjá Wolfsburg í vetur. EPA-EFE/TIL BUERGY Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira