Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 13:36 Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna. Fyrrverandi oddviti flokks hans í Wales sætir nú ákæru fyrir að þiggja mútur fyrir að dreifa áróðri Rússa. Vísir/EPA Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma. Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma.
Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent