Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 15:02 Lionel Messi var hinn fúlasti eftir jafntefli Inter Miami og New York City. getty/Megan Briggs Þrátt fyrir að Inter Miami hafi bjargað stigi gegn New York City í 1. umferð MLS-deildarinnar um helgina var Lionel Messi fúll og viðskotaillur eftir leikinn. Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira