Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:30 Magnús Þór og oddvitar Pírata og Sósíalistaflokksins segja að til greina komi að Reykjavíkurborg geri sérsamninga við kennara. Vísir Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ræða nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem þær vilja reyndar frekar kalla samstarf en meirihluta. Talið barst að leikskólavanda Reykjavíkur og út frá því var vikið að stöðunni í kjaradeilu kennara. „Við vitum hvernig staðan er í samfélaginu, og mér finnst alveg eðlilegt að Reykjavíkurborg myndi skoða að það yrði rætt hvort að borgin geti jafnvel skoðað það að semja sjálf við kennara, mér fyndist það alveg eðlilegt,“ sagði Sanna Magdalena. Viðtalið er hér í fullri lengd en umræður um kjaramálin hófust í kringum mínútu fimmtán. Ertu þá þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að kljúfa sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og semja beint við kennara? „Mér finnst alveg í ljósi þess sem að kom fram á borgarstjórnarfundinum á föstudaginn, þar sem að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hún lýsir því í rauninni hvað hafi átt sér stað. Þá finnst mér alveg eðlilegt næsta skref að ræða það hvort þetta sé skynsamlegt,“ svaraði Sanna. Fram hefur komið að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, hafi stutt innanhústillöguna sem stjórn SÍF hafnaði í vikunni. Samfélagið komið með nóg af deilunni Dóra Björt segir að samfélagið sé komið með nóg af þessari kjaradeilu. „Við þurfum bara að leysa þetta,“ segir hún. „Mér finnst bara eðlilegt að allt sé skoðað í ljósi aðstæðna vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt, það logar allt í samfélaginu, kennarar eru að upplifa og eru að fara fram á réttmæta leiðréttingu í ljósi þess sem þeim hefur verið lofað, þannig það þarf bara að stíga djörf skref í þessu.“ Hún vonist þó til þess að SÍF muni leysa þetta mál eins og þeim hafi verið falið. Forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, var einnig til viðtals á Sprengisandi í dag en hann segir að staðan sé þannig að allt hreyfist mjög hratt og getið tekið alls konar beygjur. Hann segir að það sé skýrt forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með í samningaviðræðunum. Hann myndi vilja setjast niður með launadeild SÍF og „bara klárað samninginn fyrir alla kennara á landinu.“ „Hins vegar er það bara þannig, og við höfum alveg bent á það, þá hefur ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig aldrei verið á þeim stað, að menn geti bara bent á einhvern ákveðinn hóp og það sé alltaf lægsti samnefnari hvers og eins sem býr til samninginn.“ Vilji Reykjavík gera líta á Kennarasambandið eins og BSRB, BHM, og önnur stéttarfélög sem hún semji sér við, sé það skylda hvers stéttarfélags að setjast niður og fara yfir málið. „Þetta snýst um það að við viljum ná samningum við okkar fólk, sem að gerir kennarastarfið samkeppnishæft í launum og vinnuaðstöðu við sambærileg störf á almennum markaði, og þar liggur grunntónninn.“ Viðtalið við Magnús er hér í fullri lengd en umræðan um sérsamninginn hefst á mínútu sextán. Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Sprengisandur Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ræða nýjan borgarstjórnarmeirihluta, sem þær vilja reyndar frekar kalla samstarf en meirihluta. Talið barst að leikskólavanda Reykjavíkur og út frá því var vikið að stöðunni í kjaradeilu kennara. „Við vitum hvernig staðan er í samfélaginu, og mér finnst alveg eðlilegt að Reykjavíkurborg myndi skoða að það yrði rætt hvort að borgin geti jafnvel skoðað það að semja sjálf við kennara, mér fyndist það alveg eðlilegt,“ sagði Sanna Magdalena. Viðtalið er hér í fullri lengd en umræður um kjaramálin hófust í kringum mínútu fimmtán. Ertu þá þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að kljúfa sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga og semja beint við kennara? „Mér finnst alveg í ljósi þess sem að kom fram á borgarstjórnarfundinum á föstudaginn, þar sem að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, hún lýsir því í rauninni hvað hafi átt sér stað. Þá finnst mér alveg eðlilegt næsta skref að ræða það hvort þetta sé skynsamlegt,“ svaraði Sanna. Fram hefur komið að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, hafi stutt innanhústillöguna sem stjórn SÍF hafnaði í vikunni. Samfélagið komið með nóg af deilunni Dóra Björt segir að samfélagið sé komið með nóg af þessari kjaradeilu. „Við þurfum bara að leysa þetta,“ segir hún. „Mér finnst bara eðlilegt að allt sé skoðað í ljósi aðstæðna vegna þess að þessi tillaga var ekki samþykkt, það logar allt í samfélaginu, kennarar eru að upplifa og eru að fara fram á réttmæta leiðréttingu í ljósi þess sem þeim hefur verið lofað, þannig það þarf bara að stíga djörf skref í þessu.“ Hún vonist þó til þess að SÍF muni leysa þetta mál eins og þeim hafi verið falið. Forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, var einnig til viðtals á Sprengisandi í dag en hann segir að staðan sé þannig að allt hreyfist mjög hratt og getið tekið alls konar beygjur. Hann segir að það sé skýrt forgangsmál að vera með öll sveitarfélögin með í samningaviðræðunum. Hann myndi vilja setjast niður með launadeild SÍF og „bara klárað samninginn fyrir alla kennara á landinu.“ „Hins vegar er það bara þannig, og við höfum alveg bent á það, þá hefur ábyrgð hvers sveitarfélags fyrir sig aldrei verið á þeim stað, að menn geti bara bent á einhvern ákveðinn hóp og það sé alltaf lægsti samnefnari hvers og eins sem býr til samninginn.“ Vilji Reykjavík gera líta á Kennarasambandið eins og BSRB, BHM, og önnur stéttarfélög sem hún semji sér við, sé það skylda hvers stéttarfélags að setjast niður og fara yfir málið. „Þetta snýst um það að við viljum ná samningum við okkar fólk, sem að gerir kennarastarfið samkeppnishæft í launum og vinnuaðstöðu við sambærileg störf á almennum markaði, og þar liggur grunntónninn.“ Viðtalið við Magnús er hér í fullri lengd en umræðan um sérsamninginn hefst á mínútu sextán.
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Sprengisandur Reykjavík Tengdar fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03