Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 09:58 Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, á kosningafundi í gær. EPA Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælast Kristilegir demókratar með um þrjátíu prósenta fylgi. Næst stærstur mælist Valkostur fyrir Þýskaland (Afd), harðlínu hægri flokkur, með um tuttugu prósenta fylgi. Sósíaldemókratar mælast svo með um fimmtán prósenta fylgi, Græningjar með um þrettán. Die Linke, vinstri flokkur, mælist með um sjö prósent og aðrir mælast um fimm prósent. Um fimmtungur kjósenda sagðist óákveðinn. Vinna ekki með Afd Kosningarnar snúast um staðnaðan efnahag Þýskalands, sem sprengdi fráfarandi meirihluta, orkumál, húsnæðiskostnað og hælisleitenda- og innflytjendamál. Líklegast þykir að Kristilegir demókratar myndi ríkissjórn með Sósíaldemókrötum verði það hægt. Báðir flokkar hafa neitað að vinna með Afd. Merz sagði nýlega í viðtali að stuðningur bandaríska varaforsetans JD Vance við AfD og breytt samskipti við Trump mörkuðu miklar sviptingar á pólitíska og efnahagslega sviðinu. Að mati Merz mun Þýskaland ekki sleppa við áhrif þessa. Hann fór hann einnig ófögrum orðum um vinstri flokkana á kosningafundi sínum. „Vinstrið er búið. Það er enginn vinstri meirihluti og engin vinstri pólitík lengur í Þýskalandi. Við höfum öll spilin á okkar hendi en ekki grænu og vinstri furðufuglarnir,“ sagði Merz. Ummælin hafa sætt gagnrýni frá Sósíaldemókrötum sérstaklega sem segja að enginn sem vilji verða kanslari allra Þjóðverja tali svona, og sögðu hann haga sér eins og „mini-Trump.“ Welt og Tagesschau.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira