Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 15:13 Eerlendur Eiríksson með gula spjaldið. Nú taka reglur um leikmönn mið af því að leikjum hefur fjölgað mikið í efstu deildum síðustu ár. Vísir/Diego Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram í dag. Það voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum sambandsins. Tillaga Víkinga á 79. ársþingi um breytingar á áminningum og leikbönnum í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt en með breytingum. Eins var tillaga Vestra og ÍA um fjölgun erlendra leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins einnig samþykkt. Nýjar siðarreglur KSÍ voru samþykktar og eins verður settur saman starfshópur um að finna bestu leiðina til að gera hlé á miðju keppnistímabili en sú beiðni kom frá Leikmannasamtökunum. Víkingar vildu að það yrði tekið til greina að leikjum hefur fjölgað mikið í Bestu deildunum eftir að úrslitakeppninni var bætt við. Núgildandi regla um fjölda gulra spjalda sem hefur þau áhrif á leikmaður sæti leikbanni hefur verið óbreytt um árabil þrátt fyrir fjölgun leikja. Tillaga þessi fól í sér að leikmaður sem hefur fengið þrjú eða færri gul spjöld í fyrstu 22. umferðum Bestu deildar karla eða eftir 18. umferðir Bestu deildar kvenna og fær fjórða gula spjaldið í úrslitakeppni, verður ekki úrskurðaður í leikbann af þeim sökum heldur fær hann leikbann ef hann fær sjöunda gula spjaldið í úrslitakeppni. Sama gildir um umspil í Lengjudeild karla eftir 22. umferðir. Þetta var samþykkt en með breytingu. Breytingartillagan er þannig að þeir leikmenn sem hafa fengið þrjár áminningar eða færri eftir 22 umferðir í Bestu deild karla og lengjudeild karla að ein áminning verði dregin af þeim. Þetta sama eigi við eftir 18 umferðir í Bestu deild kvenna. Ekki gátu fleiri en þrír erlendir leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi verið skráðir á leikskýrslu en tillaga ÍA og Vestra um að fjölga þessum leikmönnum upp í fimm leikmenn var samþykkt. Í viðbót bættist við að leikmaður með breskt ríkisfang (England, NorðurÍrland, Skotland og Wales) sem fengið hefur útgefið keppnisleyfi hjá aðildarfélagi KSÍ fyrir 1. janúar 2021 (Brexit), teljist ekki á meðal þeirra fimm erlendu leikmanna frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi. Hér má sjá yfirlit yfir allar tillögurnar. Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjubikar karla Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Tillaga Víkinga á 79. ársþingi um breytingar á áminningum og leikbönnum í efstu deildum karla og kvenna var samþykkt en með breytingum. Eins var tillaga Vestra og ÍA um fjölgun erlendra leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins einnig samþykkt. Nýjar siðarreglur KSÍ voru samþykktar og eins verður settur saman starfshópur um að finna bestu leiðina til að gera hlé á miðju keppnistímabili en sú beiðni kom frá Leikmannasamtökunum. Víkingar vildu að það yrði tekið til greina að leikjum hefur fjölgað mikið í Bestu deildunum eftir að úrslitakeppninni var bætt við. Núgildandi regla um fjölda gulra spjalda sem hefur þau áhrif á leikmaður sæti leikbanni hefur verið óbreytt um árabil þrátt fyrir fjölgun leikja. Tillaga þessi fól í sér að leikmaður sem hefur fengið þrjú eða færri gul spjöld í fyrstu 22. umferðum Bestu deildar karla eða eftir 18. umferðir Bestu deildar kvenna og fær fjórða gula spjaldið í úrslitakeppni, verður ekki úrskurðaður í leikbann af þeim sökum heldur fær hann leikbann ef hann fær sjöunda gula spjaldið í úrslitakeppni. Sama gildir um umspil í Lengjudeild karla eftir 22. umferðir. Þetta var samþykkt en með breytingu. Breytingartillagan er þannig að þeir leikmenn sem hafa fengið þrjár áminningar eða færri eftir 22 umferðir í Bestu deild karla og lengjudeild karla að ein áminning verði dregin af þeim. Þetta sama eigi við eftir 18 umferðir í Bestu deild kvenna. Ekki gátu fleiri en þrír erlendir leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi verið skráðir á leikskýrslu en tillaga ÍA og Vestra um að fjölga þessum leikmönnum upp í fimm leikmenn var samþykkt. Í viðbót bættist við að leikmaður með breskt ríkisfang (England, NorðurÍrland, Skotland og Wales) sem fengið hefur útgefið keppnisleyfi hjá aðildarfélagi KSÍ fyrir 1. janúar 2021 (Brexit), teljist ekki á meðal þeirra fimm erlendu leikmanna frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi. Hér má sjá yfirlit yfir allar tillögurnar.
Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjubikar karla Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira