„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. febrúar 2025 23:09 Atvikið í upphafi leiks, þar sem Víkingar voru rændir dauðafæri, situr í Sölva. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. „Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
„Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira