Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 09:40 Mordechai Brafman ók um Miami Beach og taldi sig hafa séð tvo Palestínubúa. Hann stoppaði bílinn, steig út og skaut sautján sinnum á bíl mannanna sem reyndust vera Ísraelar. Getty Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023.
Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira