„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Danijel Dejan Djuric faðmar liðsfélaga sína á æfingu Víkinga í gær eftir að hafa sagt þeim að hann færi á förum. @vikingurfc Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra. Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira