„Sorgleg þróun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 12:30 Bæði Elísabet Reynis og Kristján eru hugsi yfir matnum sem börnin okkar fá að borða. Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag. En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira