„Sorgleg þróun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 12:30 Bæði Elísabet Reynis og Kristján eru hugsi yfir matnum sem börnin okkar fá að borða. Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag. En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
En þar ræddi Vala Matt við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur sem sendir börnin sín einfaldlega í skólann með mat, í stað þess að borða það sem er á boðstólum. Um er að ræða mat sem fyrirtækið Skólamatur skaffar en forsvarsmenn fyrirtækisins veittu Íslandi í dag ekki viðtal vegna málsins. En í innslagi gærkvöldsins heldur Vala Matt áfram að fjalla um málið og ræðir þar við heimilislækninn Kristján Þór Gunnarsson og næringarfræðinginn Elísabetu Reynisdóttur. Kristján er sjálfur í lýðheilsuráði læknafélags Íslands. „Börn á Íslandi er að borða of mikinn gjörunninn mat og það er bara þannig, þetta er ekki bara einhver tilfinning sem ég hef. Við vitum það út frá nýjustu könnunum um mataræði Íslendinga,“ segir Kristján og heldur áfram. „Við sem heild, Íslendingar, erum að borða að meðaltali fjörutíu prósent af okkar mat sem er gjörunninn en börn og unglingar alveg upp í sextíu prósent,“ segir Kristján sem útskýrir gjörunninn mat út frá því að í honum séu þá fimm eða fleiri aukaefni. „En í raun er þetta kannski ekki alveg svo einfalt. En eftir því sem aukaefnin eru fleiri því líklegra er að maturinn sé gjörunninn.“ Aftur til fortíðar En svo er mikill munur á því hvort matvælin séu unnin eða gjörunnin. „Þar er mikill munur á. Við þurfum unnin matvæli og snýst það út frá fæðuöryggi. Við höfum séð það í gegnum þróunina. Þorramaturinn er súrsaður svo að hann geymist og það þarf að vinna mat að einhverju leyti. Það er hægt að niðursjóða mat án þess að bæta nokkru í hann og þá er búið að vinna hann. En það er þetta lokastig í vinnslunni sem er kallað gjörunnið.“ Elísabet Reynisdóttir hefur skoðað innihaldsefnin í skólamat í borginni og víðar. „Þegar ég skoðaði þetta þá hugsaði ég að við erum komin langt frá uppruna matarins. Þetta er orðinn unninn matur og það sem mér finnst, og ég hef skoðað undanfarin ár, er að við þurfum að fara aftur til fortíðar. Að maturinn sé eldaður frá grunni. Mér finnst þetta sorgleg þróun en ég er búin að fylgjast með henni í nokkur ár,“ segir Elísabet sem gerði sjálf úttekt á skólamötuneyti á Austfjörðum fyrir nokkrum árum. „Þar sá ég að við erum að fara inn í hraða og farin að kaupa vörur sem er auðvelt að hita og bera fram. Þar að leiðandi eru vörurnar unnar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Ísland í dag Grunnskólar Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira