„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 20:39 Davíð Örn Atlason fagnar seinna marki Vikinga í sigrinum á Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira
Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Sjá meira