Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2025 21:45 Flugvél Mýflugs að lenda í snörpum hliðarvindi og ókyrrð á norður/suður braut Reykjavíkurflugvallar í dag. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði flugvélin átt að lenda upp í vindinn á austur/vestur braut flugvallarins. Bjarni Einarsson Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Mýflugs koma í aðflugi yfir Tjörnina í áætlunarflugi frá Hornafirði í morgun í sterkum austanstrekkingi þvert á flugbraut. Flugmennirnir þurfa að sveigja nefinu upp í vindinn til að fylgja stefnu norður/suður flugbrautarinnar. Þegar þeir koma yfir brautina mætir þeim einnig mikil ókyrrð. „Þetta eru bara mjög krefjandi aðstæður fyrir áhafnirnar sem eru að fljúga við þessar aðstæður, sem er eiginlega sorglegt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stefán Ingvarsson „Þetta er af mannavöldum sem við erum að lenda í þessum aðstæðum í dag. Við erum með aðra braut sem er lokuð í dag sem er beint upp í vindinn og væru kjöraðstæður til þess að nota þá braut. En svo er bara alveg ný staða í þessari sterku austanátt. Það eru byggingarnar sem eru hérna, Valsbyggingarnar, eða Hlíðarendabyggingarnar. Þær eru að skapa bara alveg nýja stöðu sem við höfum ekki þekkt áður. Í þessum sterku austanáttum, eins og er núna, þá er bara töluvert mikil ókyrrð alveg niður í braut út af þeim,“ segir flugrekstrarstjórinn. Hlíðarendahverfið er enn að stækka í átt að flugbrautinni.Stefán Ingvarsson Ekkert sjúkraflug hefur verið í dag en í frétt Stöðvar 2 sést einnig flugvél Norlandair að koma inn til lendingar síðdegis í áætlunarflugi frá Húsavík. En hvernig skyldi farþegum líða um borð við þessar aðstæður? „Við vitum það að margir eru flughræddir og óttast þegar flugvélin fer að hristast. En í sjálfu sér, það er engin hætta, þannig lagað séð, á ferðum. Þetta eru óþægindi. En þetta er bara alveg fáránlegt að við skulum vera sett í þessa stöðu.“ Austur/vestur flugbrautinni var lokað vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranaflöt.Skjáskot/Stöð 2 Norlandair-menn telja sig ekki geta búið við þetta ástand. Þeir hafa sótt um undanþágu fyrir sjúkraflugið til Samgöngustofu til að fá að nota austur/vestur flugbrautina. „Við einfaldlega bara verðum að fá að komast hérna inn á þessar brautir. Það er ekkert flókið,“ segir Tómas Dagur. Það þótti lán í óláni að brautirnar voru þurrar í dag. Ef þær hefðu verið blautar hefðu bremsuskilyrði verið mun verri. Flugrekstrarstjórinn segir þurra braut bestu yfirborðsskilyrðin og það hafi ráðið úrslitum um að flugvöllurinn taldist fær í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. 11. febrúar 2025 22:50 Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Mýflugs koma í aðflugi yfir Tjörnina í áætlunarflugi frá Hornafirði í morgun í sterkum austanstrekkingi þvert á flugbraut. Flugmennirnir þurfa að sveigja nefinu upp í vindinn til að fylgja stefnu norður/suður flugbrautarinnar. Þegar þeir koma yfir brautina mætir þeim einnig mikil ókyrrð. „Þetta eru bara mjög krefjandi aðstæður fyrir áhafnirnar sem eru að fljúga við þessar aðstæður, sem er eiginlega sorglegt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stefán Ingvarsson „Þetta er af mannavöldum sem við erum að lenda í þessum aðstæðum í dag. Við erum með aðra braut sem er lokuð í dag sem er beint upp í vindinn og væru kjöraðstæður til þess að nota þá braut. En svo er bara alveg ný staða í þessari sterku austanátt. Það eru byggingarnar sem eru hérna, Valsbyggingarnar, eða Hlíðarendabyggingarnar. Þær eru að skapa bara alveg nýja stöðu sem við höfum ekki þekkt áður. Í þessum sterku austanáttum, eins og er núna, þá er bara töluvert mikil ókyrrð alveg niður í braut út af þeim,“ segir flugrekstrarstjórinn. Hlíðarendahverfið er enn að stækka í átt að flugbrautinni.Stefán Ingvarsson Ekkert sjúkraflug hefur verið í dag en í frétt Stöðvar 2 sést einnig flugvél Norlandair að koma inn til lendingar síðdegis í áætlunarflugi frá Húsavík. En hvernig skyldi farþegum líða um borð við þessar aðstæður? „Við vitum það að margir eru flughræddir og óttast þegar flugvélin fer að hristast. En í sjálfu sér, það er engin hætta, þannig lagað séð, á ferðum. Þetta eru óþægindi. En þetta er bara alveg fáránlegt að við skulum vera sett í þessa stöðu.“ Austur/vestur flugbrautinni var lokað vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranaflöt.Skjáskot/Stöð 2 Norlandair-menn telja sig ekki geta búið við þetta ástand. Þeir hafa sótt um undanþágu fyrir sjúkraflugið til Samgöngustofu til að fá að nota austur/vestur flugbrautina. „Við einfaldlega bara verðum að fá að komast hérna inn á þessar brautir. Það er ekkert flókið,“ segir Tómas Dagur. Það þótti lán í óláni að brautirnar voru þurrar í dag. Ef þær hefðu verið blautar hefðu bremsuskilyrði verið mun verri. Flugrekstrarstjórinn segir þurra braut bestu yfirborðsskilyrðin og það hafi ráðið úrslitum um að flugvöllurinn taldist fær í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. 11. febrúar 2025 22:50 Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. 11. febrúar 2025 22:50
Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í og flýti fyrir framkvæmdum í Öskjuhlíð svo hægt sé að tryggja sjúkraflug á flugvellinum. Mannslíf séu verðmætari en tré. 9. febrúar 2025 13:00
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20