Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 10:30 Aron Elís Þrándarson og félagar munu standa í ströngu í Helsinki á morgun. Samsett/Vísir/Twitter Þó að Víkingar neyðist til að eiga sína stóru stund á morgun í Finnlandi, vegna bjargarleysis í vallarmálum á Íslandi, þá ættu aðstæður að henta þeim betur en gríska liðinu Panathinaikos. Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira
Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Sjá meira