Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 10:30 Aron Elís Þrándarson og félagar munu standa í ströngu í Helsinki á morgun. Samsett/Vísir/Twitter Þó að Víkingar neyðist til að eiga sína stóru stund á morgun í Finnlandi, vegna bjargarleysis í vallarmálum á Íslandi, þá ættu aðstæður að henta þeim betur en gríska liðinu Panathinaikos. Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira