Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 10:30 Aron Elís Þrándarson og félagar munu standa í ströngu í Helsinki á morgun. Samsett/Vísir/Twitter Þó að Víkingar neyðist til að eiga sína stóru stund á morgun í Finnlandi, vegna bjargarleysis í vallarmálum á Íslandi, þá ættu aðstæður að henta þeim betur en gríska liðinu Panathinaikos. Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira
Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira