Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 20:59 Valdímír Pútín og Donald Trump funduðu saman árið 2019. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump segir samband Rússa og Bandaríkjamanna fara batnandi. Mikhail Svetlov/Getty Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur). Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur).
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59