Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 22:01 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara. Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara.
Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira