Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 19:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaherra. vísir/Arnar Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“ Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“
Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira