Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 19:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaherra. vísir/Arnar Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“ Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“
Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent