Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 19:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaherra. vísir/Arnar Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“ Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira
Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“
Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Sjá meira