Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 10:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokks og borgarstjóri sleit meirahlutasamstarfi á föstudag og gekk til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins tilkynnti svo um kvöldmatarleyti í gær að flokkurinn myndi ekki ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Staðan er í kjölfarið óljós. Fréttastofa reyndi ítrekað í gær að ná tali af Hildi og Einari en án árangurs. Hildur birti svo færslu í dag en Einar fór yfir stöðuna í Sprengisandi. Sjá einnig: Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki „Fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu og því skammur tími til stefnu. Æskilegast væri að mynda meirihluta sem næði árangri og samstöðu um löngu tímabæra tiltekt í fjármálum borgarinnar, stórsókn í húsnæðisuppbyggingu og átak í leikskóla- og daggæslumálum. Þá mega skipulagskreddur ekki koma í veg fyrir skynsamlega nálgun í málefnum Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum borg sem virkar. Sem er „…einfaldari hversdag fyrir fjölskyldur, greiðari samgöngur fyrir fólk og fyrirtæki og kerfi sem hefur að markmiði að leggja fólki lið, en ekki leggja stein í götu þess. Auðvitað væri einfaldasta leiðin til að ná árangri með þessi mál að mynda meirihluta þeirra fjögurra flokka sem funduðu um helgina. Þar er augljós málefnalegur samhljómur og erfitt að sjá hvernig sambærilegum árangri yrði náð í öðru mynstri,“ segir Hildur. Dyr Sjálfstæðismanna enn opnar Hún segir ákall eftir bráðaaðgerðum í borginni og við slíkar aðstæður þurfi stjórnmálaflokkar að finna til ábyrgðar. „Hvergi hefur borið skugga á samstarf sjálfstæðismanna og Flokks fólksins í borgarstjórn, og kom útspil þeirra því nokkuð á óvart. Dyr okkar sjálfstæðismanna standa enn opnar en eðli máls samkvæmt þarf nú að skoða fleiri möguleika. Það eru mörg mynstur sem koma til greina og það væri óábyrgt af stærsta flokknum í borginni að útiloka nokkuð við þessar aðstæður – því stjórnlaust skip steytir að endingu á skeri,“ segir hún að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9. febrúar 2025 09:43 Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokks og borgarstjóri sleit meirahlutasamstarfi á föstudag og gekk til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins tilkynnti svo um kvöldmatarleyti í gær að flokkurinn myndi ekki ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Staðan er í kjölfarið óljós. Fréttastofa reyndi ítrekað í gær að ná tali af Hildi og Einari en án árangurs. Hildur birti svo færslu í dag en Einar fór yfir stöðuna í Sprengisandi. Sjá einnig: Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki „Fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu og því skammur tími til stefnu. Æskilegast væri að mynda meirihluta sem næði árangri og samstöðu um löngu tímabæra tiltekt í fjármálum borgarinnar, stórsókn í húsnæðisuppbyggingu og átak í leikskóla- og daggæslumálum. Þá mega skipulagskreddur ekki koma í veg fyrir skynsamlega nálgun í málefnum Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum borg sem virkar. Sem er „…einfaldari hversdag fyrir fjölskyldur, greiðari samgöngur fyrir fólk og fyrirtæki og kerfi sem hefur að markmiði að leggja fólki lið, en ekki leggja stein í götu þess. Auðvitað væri einfaldasta leiðin til að ná árangri með þessi mál að mynda meirihluta þeirra fjögurra flokka sem funduðu um helgina. Þar er augljós málefnalegur samhljómur og erfitt að sjá hvernig sambærilegum árangri yrði náð í öðru mynstri,“ segir Hildur. Dyr Sjálfstæðismanna enn opnar Hún segir ákall eftir bráðaaðgerðum í borginni og við slíkar aðstæður þurfi stjórnmálaflokkar að finna til ábyrgðar. „Hvergi hefur borið skugga á samstarf sjálfstæðismanna og Flokks fólksins í borgarstjórn, og kom útspil þeirra því nokkuð á óvart. Dyr okkar sjálfstæðismanna standa enn opnar en eðli máls samkvæmt þarf nú að skoða fleiri möguleika. Það eru mörg mynstur sem koma til greina og það væri óábyrgt af stærsta flokknum í borginni að útiloka nokkuð við þessar aðstæður – því stjórnlaust skip steytir að endingu á skeri,“ segir hún að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9. febrúar 2025 09:43 Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9. febrúar 2025 09:43
Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36
„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24