Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 20:36 Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ívar Fannar Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. „Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún. Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
„Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún.
Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45