Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 18:32 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Þetta sagði Inga í viðtali við Ríkisútvarpið á sjöunda tímanum. Oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn sagði í viðtali fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Viðræður hófust milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar í gærkvöldi. Sjá: Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Kolbrún Baldursdóttir nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins sem áður var oddviti Flokksins í borgarstjórn , sagði að henni væri illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Helga Þórðardóttir er systir Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Vilja meirihluta með félagshyggju að leiðarljósi Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna gáfu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þær sögðu að ekki væri ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægri aflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti væri mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Sjá: Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Eins og sakir standa væri hægt að mynda meirihluta með Samfylkingu, Pírötum, Sósíalistaflokki, og tveimur af þremur fulltrúum Viðreisnar, VG og Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn yrðu þá í minnihluta ásamt, einum af Viðreisn, VG, eða Flokki fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð
Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira