Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 12:45 Kolbrún Áslaug Baldursdóttir segir að afstaða hennar hafi breyst á síðustu vikum. vísir/vilhelm Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Kolbrún Baldursdóttir hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni og tekið sæti fyrir Flokk fólksins á Alþingi. Helga Þórðardóttir tekur við oddvitasætinu í borginni og segist Kolbrún ekki eiga aðild að yfirstandandi meirihlutaviðræðum. Ekki hefur náðst í Helgu í dag. Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar sleit samstarfinu við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þurft að þola ófrægingarherferð Kolbrún segir í skriflegri yfirlýsingu til fréttastofu að hún hafi átt gott samstarf við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í minnihlutanum í borginni í tæp sjö ár. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun.“ Þetta hefði hún ekki sagt fyrir fáeinum vikum en nú sé staðan breytt. Þarna eigi hún ekki við um einstaka persónur innan flokksins. Einar verið sammála fráfarandi meirihluta í flestum málum Kolbrún telur að sú ákvörðun borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu varði engin einstök mál í borginni en gefið hefur verið til kynna að samstarfið hafi endanlega strandað á málefnum Reykjavíkurflugvallar. Kolbrún fullyrðir að Einar hafi í raun verið á sömu nótum og samstarfsflokkarnir í flest öllum málum. „Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum,“ segir hún í yfirlýsingu sinni. Ýmislegt gengur nú á í Ráðhúsi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært,“ bætir Kolbrún við. Kolbrún gaf ekki kost á viðtali en aðspurð segir hún það ekki freista sín að snúa aftur í borgina nú þegar Flokkur fólksins hefur loks tækifæri á því taka þátt í meirihlutasamstarfi. Hún sé þvert á móti spennt fyrir komandi störfum á þinginu sem hefjast formlega á þriðjudag. Kolbrún hyggst biðjast endanlegrar lausnar frá störfum í borgarstjórn á næsta fundi hennar en hún hafði áður tekið tímabundið leyfi þar til að kjör hennar sem jöfnunarþingmanns var staðfest. Fleiri úr flokknum gagnrýnt Morgunblaðið Auk Kolbrúnar hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Sigurjón Þórðarson, þingmaður hans og formaður atvinnuveganefndar, gert athugasemdir við fréttaflutning um flokkinn. Hafa þau öll sakað Morgunblaðið um að ganga erinda eigenda sinna í þessari umfjöllun og Sigurjón gengið svo langt að kalla eftir því að endurskoða þurfi ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Hafa þessi ummæli hans víða verið gagnrýnd, meðal annars af Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands og Loga Einarssyni, ráðherra fjölmiðla. Sjá einnig: „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Hefur Morgunblaðið og fleiri miðlar meðal annars fjallað um að Flokkur fólksins hafi fengið greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess, símtal Ingu við skólastjóra eftir að skópar barnabarns hennar týndist og hagsmunaárekstra Sigurjóns vegna smábátaveiða hans en ríkisstjórnin hyggst auka svigrúm til strandveiða. Þá hefur Morgunblaðið einnig fjallað um fasteignir í eigu Ingu og klæðaburð hennar. Yfirlýsing Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í heild sinni: Auðvitað fagnar Flokkur fólksins því að fá tækifæri til að komast í meirihluta og þannig fá meiri möguleika á að koma sínum baráttumálum lengra og spyrna fótum við ýmsu í borginni sem er miður og gengur ekki nógu vel. Mistökin hafa verið mörg síðustu ár og sum algerlega óafturkræfanleg sem er efni í langt mál. Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun. Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fáeinum vikum því ég hef alltaf átt gott samstarf við Sjálfstæðismenn í borginni í þau tæp 7 ár sem ég var í minnihuta borgarstjórnar. En núna er bara staðan breytt. Hér er ég ekki um að ræða um einstaka persónur svo það sé sagt. Annað sem mér finnst vel líkleg er að Einar hafi fengið skilaboð um að losa sig út úr meirihlutanum og þarf ekki frekar að fara í útskýringar á því. Þetta varðar engin sérstök eða einstök mál í borginni sem þau hafa ekki náð saman um að mínu mati, þvert á móti hefur Einar ávallt verið mjög á sömu nótum og meirihlutinn í eiginlega flest öllum málum. Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum. En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært. Fréttin hefur verið uppfærð. Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni og tekið sæti fyrir Flokk fólksins á Alþingi. Helga Þórðardóttir tekur við oddvitasætinu í borginni og segist Kolbrún ekki eiga aðild að yfirstandandi meirihlutaviðræðum. Ekki hefur náðst í Helgu í dag. Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar sleit samstarfinu við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þurft að þola ófrægingarherferð Kolbrún segir í skriflegri yfirlýsingu til fréttastofu að hún hafi átt gott samstarf við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í minnihlutanum í borginni í tæp sjö ár. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun.“ Þetta hefði hún ekki sagt fyrir fáeinum vikum en nú sé staðan breytt. Þarna eigi hún ekki við um einstaka persónur innan flokksins. Einar verið sammála fráfarandi meirihluta í flestum málum Kolbrún telur að sú ákvörðun borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu varði engin einstök mál í borginni en gefið hefur verið til kynna að samstarfið hafi endanlega strandað á málefnum Reykjavíkurflugvallar. Kolbrún fullyrðir að Einar hafi í raun verið á sömu nótum og samstarfsflokkarnir í flest öllum málum. „Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum,“ segir hún í yfirlýsingu sinni. Ýmislegt gengur nú á í Ráðhúsi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært,“ bætir Kolbrún við. Kolbrún gaf ekki kost á viðtali en aðspurð segir hún það ekki freista sín að snúa aftur í borgina nú þegar Flokkur fólksins hefur loks tækifæri á því taka þátt í meirihlutasamstarfi. Hún sé þvert á móti spennt fyrir komandi störfum á þinginu sem hefjast formlega á þriðjudag. Kolbrún hyggst biðjast endanlegrar lausnar frá störfum í borgarstjórn á næsta fundi hennar en hún hafði áður tekið tímabundið leyfi þar til að kjör hennar sem jöfnunarþingmanns var staðfest. Fleiri úr flokknum gagnrýnt Morgunblaðið Auk Kolbrúnar hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Sigurjón Þórðarson, þingmaður hans og formaður atvinnuveganefndar, gert athugasemdir við fréttaflutning um flokkinn. Hafa þau öll sakað Morgunblaðið um að ganga erinda eigenda sinna í þessari umfjöllun og Sigurjón gengið svo langt að kalla eftir því að endurskoða þurfi ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Hafa þessi ummæli hans víða verið gagnrýnd, meðal annars af Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands og Loga Einarssyni, ráðherra fjölmiðla. Sjá einnig: „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Hefur Morgunblaðið og fleiri miðlar meðal annars fjallað um að Flokkur fólksins hafi fengið greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess, símtal Ingu við skólastjóra eftir að skópar barnabarns hennar týndist og hagsmunaárekstra Sigurjóns vegna smábátaveiða hans en ríkisstjórnin hyggst auka svigrúm til strandveiða. Þá hefur Morgunblaðið einnig fjallað um fasteignir í eigu Ingu og klæðaburð hennar. Yfirlýsing Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í heild sinni: Auðvitað fagnar Flokkur fólksins því að fá tækifæri til að komast í meirihluta og þannig fá meiri möguleika á að koma sínum baráttumálum lengra og spyrna fótum við ýmsu í borginni sem er miður og gengur ekki nógu vel. Mistökin hafa verið mörg síðustu ár og sum algerlega óafturkræfanleg sem er efni í langt mál. Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun. Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fáeinum vikum því ég hef alltaf átt gott samstarf við Sjálfstæðismenn í borginni í þau tæp 7 ár sem ég var í minnihuta borgarstjórnar. En núna er bara staðan breytt. Hér er ég ekki um að ræða um einstaka persónur svo það sé sagt. Annað sem mér finnst vel líkleg er að Einar hafi fengið skilaboð um að losa sig út úr meirihlutanum og þarf ekki frekar að fara í útskýringar á því. Þetta varðar engin sérstök eða einstök mál í borginni sem þau hafa ekki náð saman um að mínu mati, þvert á móti hefur Einar ávallt verið mjög á sömu nótum og meirihlutinn í eiginlega flest öllum málum. Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum. En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært. Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir í heild sinni: Auðvitað fagnar Flokkur fólksins því að fá tækifæri til að komast í meirihluta og þannig fá meiri möguleika á að koma sínum baráttumálum lengra og spyrna fótum við ýmsu í borginni sem er miður og gengur ekki nógu vel. Mistökin hafa verið mörg síðustu ár og sum algerlega óafturkræfanleg sem er efni í langt mál. Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun. Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fáeinum vikum því ég hef alltaf átt gott samstarf við Sjálfstæðismenn í borginni í þau tæp 7 ár sem ég var í minnihuta borgarstjórnar. En núna er bara staðan breytt. Hér er ég ekki um að ræða um einstaka persónur svo það sé sagt. Annað sem mér finnst vel líkleg er að Einar hafi fengið skilaboð um að losa sig út úr meirihlutanum og þarf ekki frekar að fara í útskýringar á því. Þetta varðar engin sérstök eða einstök mál í borginni sem þau hafa ekki náð saman um að mínu mati, þvert á móti hefur Einar ávallt verið mjög á sömu nótum og meirihlutinn í eiginlega flest öllum málum. Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum. En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært.
Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25