Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 17:31 Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík vill taka varfærin skref. Flokkur fólksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. Einnig var haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar fyrr í dag að það væri „fullmikið að segja“ að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins segir að oddvitar flokkanna fjögurra hafi rætt stuttlega saman í dag. Þegar fréttamaður náði tali af henni sat hún og íhugaði stöðuna áður en hún hélt á fund með sínu flokksfólki. Hún segir að margir séu sárir yfir umræðunni um flokkinn síðustu vikur og það hafi rist dýpra en hana hafi upphaflega grunað. Hlutirnir hafi gerst hratt síðasta sólarhringinn og borgarstjóri ekki rætt við sig um nýjan meirihluta áður en hann rifti meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í gærkvöldi. Mikið hefur gengið á í ráðhúsi Reykjavíkur síðustu daga. Vísir/Vilhelm Vilji vera varkár Helga segir að nú þurfi að hafa hug á mörgu og fara yfir málin. „Þegar þetta gerist svona bratt, þá þurfum við að heyra í okkar stofnunum og maður vill ekki vera að taka einn svona ákvörðun. Það verður að vera sátt um það.“ Minna hafi verið um formlegar viðræður í dag og hún vilji hafa stuðning í flokknum og baklandinu áður en farið verður í eitthvað alvarlegra. „Svo erum við líka í stjórnarsamstarfi og það hefur mikið gengið á og verið að ráðast á okkur. Við viljum vera varkár,“ segir Helga. Hún kunni vel við fulltrúa Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar en málefni Flokks fólksins gangi ofar öllu. Byggja þurfi upp fyrir þá sem minna mega sín og vinna meira með fólkinu í borginni. Umræðan verið neikvæð Helga segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan stjórnmálaflokka og þá þurfi bara vinna sig niður á lausn. Það sé helst þátttaka Sjálfstæðisflokksins í mögulegu samstarfi sem sé að trufla hennar fólk. „Sérstaklega í ljósi þess að umræðan í okkar garð hefur verið mjög neikvæð. Það hefur hreinlega verið mjög erfitt fyrir fólk. Ég finn að fólkið er sárt.“ „Ég vissi ekki í upphafi að það væru svona mikil særindi út af þessu máli.“ Þrátt fyrir það sé gott sjálfstæðisfólk í borgarstjórn og hún hafi ekki fundið fyrir því að verið sé að ráðast á sig eða aðra fulltrúa flokksins í borginni. Ekki viss hvort hún taki undir með fráfarandi oddvita Kolbrún Áslaug Baldursdóttir yfirgefur nú oddvitasætið í borginni til að taka sæti á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Hún hyggst biðjast formlega lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún sagðist fyrr í dag fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ bætti Kolbrún við. Hefur Morgunblaðið og fleiri miðlar meðal annars fjallað um að Flokkur fólksins hafi fengið greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess, símtal formannsins Ingu Sæland við skólastjóra eftir að skópar barnabarns hennar týndist og hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns flokksins og formanns atvinnuveganefndar vegna smábátaveiða hans en ríkisstjórnin hyggst auka svigrúm til strandveiða. Þá hefur Morgunblaðið einnig fjallað um fasteignir í eigu Ingu og klæðaburð hennar. Helga segist ekki hafa myndað sér skoðun á ummælum Kolbrúnar og hvort hún taki undir þessi sjónarmið. Nú þurfi hún að funda betur með sínu fólki og hlusta á það sem það hafi að segja. Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Einnig var haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar fyrr í dag að það væri „fullmikið að segja“ að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins segir að oddvitar flokkanna fjögurra hafi rætt stuttlega saman í dag. Þegar fréttamaður náði tali af henni sat hún og íhugaði stöðuna áður en hún hélt á fund með sínu flokksfólki. Hún segir að margir séu sárir yfir umræðunni um flokkinn síðustu vikur og það hafi rist dýpra en hana hafi upphaflega grunað. Hlutirnir hafi gerst hratt síðasta sólarhringinn og borgarstjóri ekki rætt við sig um nýjan meirihluta áður en hann rifti meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í gærkvöldi. Mikið hefur gengið á í ráðhúsi Reykjavíkur síðustu daga. Vísir/Vilhelm Vilji vera varkár Helga segir að nú þurfi að hafa hug á mörgu og fara yfir málin. „Þegar þetta gerist svona bratt, þá þurfum við að heyra í okkar stofnunum og maður vill ekki vera að taka einn svona ákvörðun. Það verður að vera sátt um það.“ Minna hafi verið um formlegar viðræður í dag og hún vilji hafa stuðning í flokknum og baklandinu áður en farið verður í eitthvað alvarlegra. „Svo erum við líka í stjórnarsamstarfi og það hefur mikið gengið á og verið að ráðast á okkur. Við viljum vera varkár,“ segir Helga. Hún kunni vel við fulltrúa Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar en málefni Flokks fólksins gangi ofar öllu. Byggja þurfi upp fyrir þá sem minna mega sín og vinna meira með fólkinu í borginni. Umræðan verið neikvæð Helga segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu innan stjórnmálaflokka og þá þurfi bara vinna sig niður á lausn. Það sé helst þátttaka Sjálfstæðisflokksins í mögulegu samstarfi sem sé að trufla hennar fólk. „Sérstaklega í ljósi þess að umræðan í okkar garð hefur verið mjög neikvæð. Það hefur hreinlega verið mjög erfitt fyrir fólk. Ég finn að fólkið er sárt.“ „Ég vissi ekki í upphafi að það væru svona mikil særindi út af þessu máli.“ Þrátt fyrir það sé gott sjálfstæðisfólk í borgarstjórn og hún hafi ekki fundið fyrir því að verið sé að ráðast á sig eða aðra fulltrúa flokksins í borginni. Ekki viss hvort hún taki undir með fráfarandi oddvita Kolbrún Áslaug Baldursdóttir yfirgefur nú oddvitasætið í borginni til að taka sæti á Alþingi fyrir Flokk fólksins. Hún hyggst biðjast formlega lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Hún sagðist fyrr í dag fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ bætti Kolbrún við. Hefur Morgunblaðið og fleiri miðlar meðal annars fjallað um að Flokkur fólksins hafi fengið greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess, símtal formannsins Ingu Sæland við skólastjóra eftir að skópar barnabarns hennar týndist og hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns flokksins og formanns atvinnuveganefndar vegna smábátaveiða hans en ríkisstjórnin hyggst auka svigrúm til strandveiða. Þá hefur Morgunblaðið einnig fjallað um fasteignir í eigu Ingu og klæðaburð hennar. Helga segist ekki hafa myndað sér skoðun á ummælum Kolbrúnar og hvort hún taki undir þessi sjónarmið. Nú þurfi hún að funda betur með sínu fólki og hlusta á það sem það hafi að segja.
Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48 Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. 8. febrúar 2025 13:48
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25