„Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2025 12:22 Logi Einarsson er ráðherra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Ráðherra fjölmiðla lítur ummæli formanns atvinnuveganefndar Alþingis og þingmanns Flokks fólksins um ríkisstyrki til Morgunblaðsins, alvarlegum augum. Fjölmiðlar eigi að vera beittir og gagnrýnir og ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim vegna umfjöllunar. Það var á miðvikudag sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Flokks fólksins sagðist vilja endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um ranga skráningu Flokks fólksins og framgöngu formannsins. Ummæli Sigurjóns hafa vakið hörð viðbrögð og sagðist formaður Blaðamannafélagsins í viðtali við Vísi sama dag, æfur vegna málsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra segist líta ummæli Sigurjóns alvarlegum augum. „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir, þeir eiga að vera beittir og eiga ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim.“ Áform hans snúi að því að tryggja áframhaldandi styrki til einkarekinna fjölmiðla til eins árs. Í framhaldinu verði lögð fram fjölmiðlastefna og heildstæð löggjöf með það að markmiði að styrkja við mikilvægt hlutverk fjölmiðla. „Svo þarf bara að skoða með hvaða hætti getum við tryggt að sem fjölbreyttasti hluti fjölmiðlanna fái styrki og geti dafnað. Svo höfum við miklu stærri áform. Er þetta styrkjafyrirkomulag heppilegt eins og það er? Ég er ekki viss um það, það er hægt að fara aðrar leiðir í því. Framtíð RÚV verður alveg skoðuð í því samhengi líka.“ Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Það var á miðvikudag sem Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Flokks fólksins sagðist vilja endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar blaðsins um ranga skráningu Flokks fólksins og framgöngu formannsins. Ummæli Sigurjóns hafa vakið hörð viðbrögð og sagðist formaður Blaðamannafélagsins í viðtali við Vísi sama dag, æfur vegna málsins. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-, og háskólaráðherra segist líta ummæli Sigurjóns alvarlegum augum. „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi. Fjölmiðlar eiga að vera gagnrýnir, þeir eiga að vera beittir og eiga ekki að þurfa að sitja undir því að stjórnmálafólk hóti þeim.“ Áform hans snúi að því að tryggja áframhaldandi styrki til einkarekinna fjölmiðla til eins árs. Í framhaldinu verði lögð fram fjölmiðlastefna og heildstæð löggjöf með það að markmiði að styrkja við mikilvægt hlutverk fjölmiðla. „Svo þarf bara að skoða með hvaða hætti getum við tryggt að sem fjölbreyttasti hluti fjölmiðlanna fái styrki og geti dafnað. Svo höfum við miklu stærri áform. Er þetta styrkjafyrirkomulag heppilegt eins og það er? Ég er ekki viss um það, það er hægt að fara aðrar leiðir í því. Framtíð RÚV verður alveg skoðuð í því samhengi líka.“
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44