Misbýður orðbragð um flugvöllinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2025 08:48 Jón Bjarnason sat á Alþingi um fjórtán ára skeið, frá 1999 til 2013, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Vísir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason. Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason.
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31