Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 23:47 Tveir litháenskir karlmenn voru að vinnu við sumarbústað í Kiðjabergi þegar annar þeirra lést 20. apríl. Hinn sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ekki manndráp. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm. RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann. Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann.
Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01
Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14