Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 23:47 Tveir litháenskir karlmenn voru að vinnu við sumarbústað í Kiðjabergi þegar annar þeirra lést 20. apríl. Hinn sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ekki manndráp. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm. RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann. Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann.
Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Sjá meira
Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01
Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent