Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Arnar Gunnlaugsson fær ekki að taka fyrsta heimaleik sinn sem landsliðsþjálfari á Íslandi heldur verður það í Murcia á Spáni. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Vísir/Anton/Vilhelm Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti