Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Arnar Gunnlaugsson fær ekki að taka fyrsta heimaleik sinn sem landsliðsþjálfari á Íslandi heldur verður það í Murcia á Spáni. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Vísir/Anton/Vilhelm Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segir að Íslendingar hljóti að vilja vera stoltir af ímynd sinni út á við en vallarmál á landinu séu því miður til háborinnar skammar. Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira
Fyrsti heimaleikur Íslands undir stjórn Arnars, gegn Kósovó í næsta mánuði, verður ekki á Íslandi vegna þess að sem stendur þá uppfyllir enginn völlur hér á landi kröfur UEFA. Aðstöðumál á Íslandi eru í slíkum ólestri að í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neyðist Ísland til að spila heimaleik í öðru landi. Laugardalsvöllur, sem þó er svo sannarlega kominn til ára sinna, hefur dugað fyrir alþjóðlega leiki yfir sumartímann og fram á haust, en þar standa nú yfir framkvæmdir. Verið er að skipta út grasinu á Laugardalsvelli fyrir blandað gras svo að hægt verði að spila á vellinum stærri hluta árs en áður. UEFA gerir minni kröfur varðandi kvennalandslið og hefur Ísland fengið að spila mikilvæga heimaleiki á Kópavogsvelli, en þurft að gera það snemma dags vegna ófullnægjandi flóðlýsingar. Sama staða hefur verið hjá karlaliðum Víkings og Breiðabliks og nú hafa Víkingar náð svo langt í Sambandsdeildinni að liðið má ekki mæta Panathinaikos í Kópavogi, heldur þarf að spila heimaleik sinn í Finnlandi með tilheyrandi kostnaði og minni möguleika á árangri. „Þetta er til háborinnar skammar,“ sagði Arnar ómyrkur í máli þegar hann spjallaði við stjórnendur Brennslunnar á FM 957 í morgun. Arnar var annars laufléttur í viðtalinu en það er alveg ljóst að hann hefur eins og margir aðrir fengið sig fullsaddan af framtaksleysi ráðamanna þegar kemur að vallarmálum hér á landi. „Skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi“ „Víkingarnir og Blikarnir í fyrra hafa verið að ferðast til ýmissa landa og það eru öll löndin, og þá tel ég Andorra með, með betri aðstöðu en við. Þetta er ekki nægilega gott fyrir Ísland sem íþróttaþjóð. Og hvort sem menn fíla íþróttir eða ekki þá viltu vera stoltur af því hvernig Ísland „presenterar“ sig á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Arnar en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild hér að neðan. Kristín Ruth benti á að íslensku liðin virtust einfaldlega komin mun lengra en aðstaðan hér á landi segði til um. Arnar tók undir það en kvaðst vonast til að eftir að blandað gras hefði verið lagt á Laugardalsvöll myndu vonandi framkvæmdir fylgja í kjölfarið til að gera heimavöll sem Íslendingar gætu verið stoltir af. „Bara dæmi um hvað þetta skiptir miklu máli þá eru tveir síðustu leikir Íslands í undankeppninni alltaf á útivelli, í nóvember. Tveir síðustu leikirnir geta skipt ansi miklu máli og þú vilt hafa lokaleikinn á Laugardalsvelli, stúkuna tryllta og geggjaða aðstöðu. Það skiptir ógeðslega miklu máli að hafa aðstöðuna í lagi,“ sagði Arnar. Einvígi Íslands og Kósovó fer fram 20. og 23. mars, og er fyrri leikurinn í Kósovó en sá seinni í Murcia á Spáni. Ísland mætir svo Skotlandi og Norður-Írlandi í vináttulandsleikjum 6. og 10. júní áður en undankeppni HM hefst í september, þar sem Ísland berst um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira