Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 10:57 Dagný Brynjarsdóttir er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Getty/Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn. Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira
Dagný, sem eignaðist sitt annað barn fyrir um ári síðan, spilaði síðast landsleik í apríl 2023. Það var hennar 113. landsleikur og í þeim hefur hún skoraði 38 mörk. Hún snýr nú aftur í landsliðið fyrir komandi leiki við Sviss og Frakkland í Þjóðadeildinni, en hópinn má sjá hér neðst í fréttinni. Í viðtali við The Athletic í nóvember lýsti Dagný yfir vonbrigðum sínum með samskiptaleysi af hálfu landsliðsþjálfarans. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný þá. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný einnig. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan en auk Dagnýjar þá snýr Andrea Rán Hauksdóttir aftur í landsliðshópinn. Andrea, sem gekk í raðir bandaríska félagsins Tampa Bay Sun síðasta sumar, lék síðast landsleiki árið 2021. Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir eru ekki með vegna meiðsla. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi í dag að Selma yrði frá keppni næstu 6-8 vikurnar eftir aðgerð, og Hildur næstu 3-4 vikurnar eftir tognun í læri. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er sömuleiðis ekki með núna en Guðný Árnadóttir snýr aftur eftir meiðsli. Ísland á fyrir höndum fyrstu tvo leiki sína á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni og fara þeir báðir fram erlendis. Liðið sækir Sviss heim föstudaginn 21. febrúar og mætir svo Frakklandi 25. febrúar. Landsliðshópur Íslands: Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 13 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 34 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 68 leikir, 1 mark Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 132 leikir, 11 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 45 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Valur - 8 leikir,1 mark Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 13 leikir Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 15 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 49 leikir, 6 mörk Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 12 leikir, 2 mörk Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 4 leikir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 47 leikir, 10 mörk Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 113 leikir, 38 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk Sandra María Jessen - Þór/KA - 47 leikir, 6 mörk Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 14 leikir, 1 mark Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 44 leikir, 12 mörk Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 43 leikir, 6 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 4 leikir Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 7 leikir, 1 mark
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Sjá meira