Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 13:26 Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Fyrir aftan má sjá trjágróðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina sem verður lokað frá og með laugardegi. Stefán Ingvarsson Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. „Þetta mun rýra rekstraröryggi flugvallarins um 25 prósent þar sem Isavia hefur gefið út tölur um að braut 13/31 er í notkun 25 prósent af tímanum,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair á Akureyri, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Austur/vestur-braut flugvallarins verður lokað frá og með laugardegi, samkvæmt tilskipun sem Samgöngustofa sendi Isavia í gærkvöldi. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki uppfyllt kröfur um að trjágróður í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranafleti, skuli felldur. Frá Akureyrarflugvelli. Sjúkraflug gegnir lykilhlutverki í að koma slösuðu fólki og sjúklingum af landsbyggðinni með sem skjótustum hætti á sjúkrahús í Reykjavík.Vísir „Ég bara biðla til allra þeirra sem stýra þessu, það er borgarstjórnar, innviðaráðherra, Samgöngustofu, Isavia, að setjast niður og leysa þetta mál. Þetta má bara ekki gerast. Það er verið að setja… - það er verið að raska heilbrigðiskerfinu verulega í landinu og stofna lífi landsmanna í hættu. Við erum ítrekað búnir að lenda í því að við erum að koma inn til Reykjavíkur með fólk í alvarlegu ástandi, fólk í hjartastoppi, inn í aðflugi inn á braut í Reykjavík. Ekki setja okkur í þessa stöðu. Leysið þetta. Fellið þessi tré sem þarf að fella og það strax,“ segir flugrekstrarstjóri Norlandair, í viðtali sem heyra má hér: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 „Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
„Þetta mun rýra rekstraröryggi flugvallarins um 25 prósent þar sem Isavia hefur gefið út tölur um að braut 13/31 er í notkun 25 prósent af tímanum,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair á Akureyri, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Austur/vestur-braut flugvallarins verður lokað frá og með laugardegi, samkvæmt tilskipun sem Samgöngustofa sendi Isavia í gærkvöldi. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki uppfyllt kröfur um að trjágróður í Öskjuhlíð, sem vaxið hefur upp í hindranafleti, skuli felldur. Frá Akureyrarflugvelli. Sjúkraflug gegnir lykilhlutverki í að koma slösuðu fólki og sjúklingum af landsbyggðinni með sem skjótustum hætti á sjúkrahús í Reykjavík.Vísir „Ég bara biðla til allra þeirra sem stýra þessu, það er borgarstjórnar, innviðaráðherra, Samgöngustofu, Isavia, að setjast niður og leysa þetta mál. Þetta má bara ekki gerast. Það er verið að setja… - það er verið að raska heilbrigðiskerfinu verulega í landinu og stofna lífi landsmanna í hættu. Við erum ítrekað búnir að lenda í því að við erum að koma inn til Reykjavíkur með fólk í alvarlegu ástandi, fólk í hjartastoppi, inn í aðflugi inn á braut í Reykjavík. Ekki setja okkur í þessa stöðu. Leysið þetta. Fellið þessi tré sem þarf að fella og það strax,“ segir flugrekstrarstjóri Norlandair, í viðtali sem heyra má hér:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 „Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Sjá meira
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
„Þau eru bara fyrir“ Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA fyrr í mánuðinum að loka þyrfti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar vegna trégróðurs. ISAVIA kemur til með að loka brautinni í næstu viku en er nú þegar bannað að nota hana þegar myrkrar. 22. janúar 2025 21:41
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43