Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 17:47 Halla Tómasdóttir ávarpaði þingmenn í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Hún lagði áherslu á samvinnu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn standi frammi fyrir breyttum tímum. Margir nýliðar taka sæti á þinginu þetta árið. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sagði það þakkarvert að fólk skuli vera tilbúið að taka að sér krefjandi störf í þágu þjóðar. „Nýir þingmenn koma með ný viðhorf og endurnýja þann grundvöll hugmynda sem þingið starfar á. Á sama tíma má ekki vanmeta kunnáttu og reynslu hinna sem fyrir eru á þingi,“ sagði Halla. Halla lagði mikla áherslu á að allir þingmenn, óháð flokki, geti unnið saman að verkefnum í þágu þjóðarinnar. „Ég bið ykkur að vera ekki svo upptekin af því hvort þið tilheyrið 36 manna meirihluta eða 27 manna minnihluta að þið missið sjónar af því að þið eruð fyrst og fremst 63 þingmenn, öll með það sameiginlega markmið að vinna þjóðinni gagn og standa vörð um hana.“ Þingmennska sé jafnvægislist „Starf alþingismannsins er síður en svo auðvelt. Hér verður að ríkja ákveðin formfesta og þingmenn þurfa að kunna og vilja fara að þeim reglum. Á sama tíma þurfa þingmenn að vera skapandi og framsýnir, skynja æðaslátt samfélagsins og sjá hvert þróunin stefnir og hvernig hægt er að beina landsmönnum á farsæla braut,“ sagði forsetinn. Hún sagði það vandaverk að setja lög um mál í samfélagi sem verður sífellt flóknara. Á sama tíma og takast þarf á við breytingar þurfi að horfa til framtíðar. „Þessum áskorunum þarf að mæta ekki einungis með nýju tungutaki heldur með nýrri hugsun. Þetta eru ærin verkefni fyrir samhentan hóp sem hjálpast að við að leita bestu lausna til skemmri sem lengri tíma.“ Hún ítrekar að samstarfsvilji þurfi að vera til hendi en einnig frjótt ímyndunarafl, framsýni og öguð vinnubrögð. Þingmennska sé jafnvægislist sem krefjist virðingar fyrir formfestu og sköpunargáfu ásamt hugrekkis til að hugsa vinnulagið upp á nýtt. „Kæru þingmenn. Ykkur er treyst til að valda þessari jafnvægislist. Ég veit að þið munuð öll vinna fyrir land og þjóð af heilindum og kappkosta að ávinna Alþingi traust og virðingu fólks í landinu,“ sagði Halla. Hún sagði enga skömm í því að skipta um skoðun, sé það gert að athuguðu máli. Forsetinn vitnaði þá í norskt orðatiltæki, „det er ingen skam at snu.“ „Snúðu frekar við en að rata í ógöngur af þrjósku og einstrengingshætti. Finnum færa leið, betur sjá augu en auga, hlustum hvert á annað.“ Hvetur ekki einungis til samvinnu þvert á flokka Halla fór einnig yfir nýjustu vendingar í alþjóðamálum sem kalli á aukna samvinnu, ekki bara meðal þingmanna heldur einnig aukin tengsl við sérfræðinga og ráðgjafa. Þá þurfi traust samstarf með nágrannaþjóðum Íslands. „Ísland nýtur góðs af alþjóðlegri samvinnu og það er eðlilegt að spyrja um áhrif þess á okkur ef alþjóðastofnanir njóta minni stuðnings og alþjóðalög eru virt að vettugi. Mögulega munið þið, ágætu þingmenn, á næstu misserum þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir um framtíð og öryggi lands og þjóðar. Það er gott að geta samnýtt reynslu og þekkingu og innleitt vinnubrögð sem hvetja til samvinnu, ekki aðeins þvert á flokka, heldur við sem flesta sem málin varða,“ sagði Halla. Halla vitnaði í skáldið Theodóru Thoroddsen sem sagði að hugurinn ber okkur hálfa leið í heimana nýja. Hún sagði hugsun og orð séu til alls fyrst en þurfi svo að láta verkin tala. „Það er mikilvægur hluti af jafnvægislist Alþingis að geta samtvinnað hugsun, orð og gjörðir. Ég óska ykkur velfarnaðar í því að teikna upp mynd þess samfélags sem þið viljið sjá og jafnframt leggja ykkar af mörkum til að hún verði að veruleika,“ sagði Halla. Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Margir nýliðar taka sæti á þinginu þetta árið. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sagði það þakkarvert að fólk skuli vera tilbúið að taka að sér krefjandi störf í þágu þjóðar. „Nýir þingmenn koma með ný viðhorf og endurnýja þann grundvöll hugmynda sem þingið starfar á. Á sama tíma má ekki vanmeta kunnáttu og reynslu hinna sem fyrir eru á þingi,“ sagði Halla. Halla lagði mikla áherslu á að allir þingmenn, óháð flokki, geti unnið saman að verkefnum í þágu þjóðarinnar. „Ég bið ykkur að vera ekki svo upptekin af því hvort þið tilheyrið 36 manna meirihluta eða 27 manna minnihluta að þið missið sjónar af því að þið eruð fyrst og fremst 63 þingmenn, öll með það sameiginlega markmið að vinna þjóðinni gagn og standa vörð um hana.“ Þingmennska sé jafnvægislist „Starf alþingismannsins er síður en svo auðvelt. Hér verður að ríkja ákveðin formfesta og þingmenn þurfa að kunna og vilja fara að þeim reglum. Á sama tíma þurfa þingmenn að vera skapandi og framsýnir, skynja æðaslátt samfélagsins og sjá hvert þróunin stefnir og hvernig hægt er að beina landsmönnum á farsæla braut,“ sagði forsetinn. Hún sagði það vandaverk að setja lög um mál í samfélagi sem verður sífellt flóknara. Á sama tíma og takast þarf á við breytingar þurfi að horfa til framtíðar. „Þessum áskorunum þarf að mæta ekki einungis með nýju tungutaki heldur með nýrri hugsun. Þetta eru ærin verkefni fyrir samhentan hóp sem hjálpast að við að leita bestu lausna til skemmri sem lengri tíma.“ Hún ítrekar að samstarfsvilji þurfi að vera til hendi en einnig frjótt ímyndunarafl, framsýni og öguð vinnubrögð. Þingmennska sé jafnvægislist sem krefjist virðingar fyrir formfestu og sköpunargáfu ásamt hugrekkis til að hugsa vinnulagið upp á nýtt. „Kæru þingmenn. Ykkur er treyst til að valda þessari jafnvægislist. Ég veit að þið munuð öll vinna fyrir land og þjóð af heilindum og kappkosta að ávinna Alþingi traust og virðingu fólks í landinu,“ sagði Halla. Hún sagði enga skömm í því að skipta um skoðun, sé það gert að athuguðu máli. Forsetinn vitnaði þá í norskt orðatiltæki, „det er ingen skam at snu.“ „Snúðu frekar við en að rata í ógöngur af þrjósku og einstrengingshætti. Finnum færa leið, betur sjá augu en auga, hlustum hvert á annað.“ Hvetur ekki einungis til samvinnu þvert á flokka Halla fór einnig yfir nýjustu vendingar í alþjóðamálum sem kalli á aukna samvinnu, ekki bara meðal þingmanna heldur einnig aukin tengsl við sérfræðinga og ráðgjafa. Þá þurfi traust samstarf með nágrannaþjóðum Íslands. „Ísland nýtur góðs af alþjóðlegri samvinnu og það er eðlilegt að spyrja um áhrif þess á okkur ef alþjóðastofnanir njóta minni stuðnings og alþjóðalög eru virt að vettugi. Mögulega munið þið, ágætu þingmenn, á næstu misserum þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir um framtíð og öryggi lands og þjóðar. Það er gott að geta samnýtt reynslu og þekkingu og innleitt vinnubrögð sem hvetja til samvinnu, ekki aðeins þvert á flokka, heldur við sem flesta sem málin varða,“ sagði Halla. Halla vitnaði í skáldið Theodóru Thoroddsen sem sagði að hugurinn ber okkur hálfa leið í heimana nýja. Hún sagði hugsun og orð séu til alls fyrst en þurfi svo að láta verkin tala. „Það er mikilvægur hluti af jafnvægislist Alþingis að geta samtvinnað hugsun, orð og gjörðir. Ég óska ykkur velfarnaðar í því að teikna upp mynd þess samfélags sem þið viljið sjá og jafnframt leggja ykkar af mörkum til að hún verði að veruleika,“ sagði Halla.
Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira