Í ár er kosið sjö sæti í stjórn til fjögurra ára og þrjú sæti í varastjórn til tveggja ára í einstaklingskosningu. Þá á samkvæmt lögum félagsins einnig að stilla um 41 manns til trúnaðarráðs til fjögurra ára.
Þau sem í framboði eru til formanns eru Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og núverandi ráðgjafi hjá Aton, Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Skúli Sveinsson sérfræðingur á mannauðs- og stefnusviði BYKO.
Sautján í framboði í stjórn
Í tilkynningu frá VR kemur fram að 17 framboð hafi borist til stjórnar. Öll framboð hafa verið úrskurðuð lögleg. Þau sem eru í framboði til stjórnar eru í stafrófsröð Agata María Magnússon, Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl. F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, María de Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson.
Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarráðs í trúnaðarráð félagsins og telst hann því löglega kjörinn samkvæmt tilkynningu VR.
Fréttin hefur verið leiðrétt. Þorsteinn Skúli vinnur ekki hjá VR heldur Byko. Þá var nafn Agötu skrifað með h. Leiðrétt klukkan 8:36 þann 4.2.2025.