Býður sig fram til formanns VR Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2025 07:29 Bjarni Þór Sigurðsson hefur setið í stjórn VR frá árinu 2012. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór. Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór.
Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira