Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2025 08:12 Flosi gerir ráð fyrir harðri formannsbaráttu en hann er öllu vanur og hlakkar til þess að hitta sem flesta félagsmenn VR. vísir/arnar Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. „Jájá, þetta var erfið ákvörðun. En nú eru náttúrlega ákveðin tímamót í félaginu og þá fannst mér gaman að bjóða mig fram. Sjá hvernig þetta þróast nú þegar formaður til margra ára er farinn til annarra starfa. VR er öflugt félag sem getur gert marga öfluga hluti,“ segir Flosi í samtali við Vísi. En eins og kunnugt er hvarf Ragnar Þór Ingólfsson af vettvangi sem formaður VR og er nú kominn á þing fyrir Flokk fólksins. Flosi segir þetta heilmikla ákvörðun, að bjóða sig fram til forystu hjá svo öflugu félagi. Hann hafi verið í félaginu frá 2006 en ekki verið mjög virkur. „En þekking mín á verkalýðsstarfi svo sem hjá Starfsgreinasambandinu og fleira ætti að nýtast félaginu afar vel.“ Ekki fulltrúi neinna fylkinga Flosi gerir ráð fyrir því að þetta verði erfið barátta. Nú þegar hafi nokkrir öflugir frambjóðendur stigið fram. „Ég held að það sé gott fyrir félaga að geta valið á milli. Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga, heldur er ég í framboði fyrir alla félagsmenn og ég held að sameinað félag geti náð miklu meiri árangri.“ Flosi nefnir að VR hafi verið að gera athyglisverða hluti í húsnæðismálum, svo sem með uppbygginu Bjargs og Blævar auk þess sem í landinu séu okurvaxtakjör sem taka þurfi á. „Svo eru það dagleg verkefni sem snúast um afkomu venjulegs fólks og ég vil sinna þeim verkefnum af kostgæfni.“ Að sögn Flosa verður þetta rúmlega mánaðar löng kosningabarátta og hann hlakkar til að hitta sem flesta almenna félaga og ræða við þá. „Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.“ Áfram VR! Til að allt þetta geti gengið eftir þarf VR öfluga forystu. „VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreytum störfum og atvinnugreinum. Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.“ Flosi segir að í félaginu þurfi að vera virkt samráð við félagsmenn og öflugt grasrótarstarf. Þannig er best tryggt að sjónarmið félagsmanna liggi til grundvallar í öllu starfi og áherslum félagsins og félagið vinni að sameiginlegu hagsmunum. „Við þurfum að huga að félagsfólki VR og hagsmunum þeirra. Við erum fast að 40 þúsund sem skipum félagið og forysta félagsins á að endurspegla þennan fjölbreytta hóp og þau baráttumál sem skipta okkur öll máli. Áfram VR!“ segir Flosi og er þegar kominn í kosningaham. Kjaramál Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Verslun Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Sjá meira
„Jájá, þetta var erfið ákvörðun. En nú eru náttúrlega ákveðin tímamót í félaginu og þá fannst mér gaman að bjóða mig fram. Sjá hvernig þetta þróast nú þegar formaður til margra ára er farinn til annarra starfa. VR er öflugt félag sem getur gert marga öfluga hluti,“ segir Flosi í samtali við Vísi. En eins og kunnugt er hvarf Ragnar Þór Ingólfsson af vettvangi sem formaður VR og er nú kominn á þing fyrir Flokk fólksins. Flosi segir þetta heilmikla ákvörðun, að bjóða sig fram til forystu hjá svo öflugu félagi. Hann hafi verið í félaginu frá 2006 en ekki verið mjög virkur. „En þekking mín á verkalýðsstarfi svo sem hjá Starfsgreinasambandinu og fleira ætti að nýtast félaginu afar vel.“ Ekki fulltrúi neinna fylkinga Flosi gerir ráð fyrir því að þetta verði erfið barátta. Nú þegar hafi nokkrir öflugir frambjóðendur stigið fram. „Ég held að það sé gott fyrir félaga að geta valið á milli. Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga, heldur er ég í framboði fyrir alla félagsmenn og ég held að sameinað félag geti náð miklu meiri árangri.“ Flosi nefnir að VR hafi verið að gera athyglisverða hluti í húsnæðismálum, svo sem með uppbygginu Bjargs og Blævar auk þess sem í landinu séu okurvaxtakjör sem taka þurfi á. „Svo eru það dagleg verkefni sem snúast um afkomu venjulegs fólks og ég vil sinna þeim verkefnum af kostgæfni.“ Að sögn Flosa verður þetta rúmlega mánaðar löng kosningabarátta og hann hlakkar til að hitta sem flesta almenna félaga og ræða við þá. „Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.“ Áfram VR! Til að allt þetta geti gengið eftir þarf VR öfluga forystu. „VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreytum störfum og atvinnugreinum. Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.“ Flosi segir að í félaginu þurfi að vera virkt samráð við félagsmenn og öflugt grasrótarstarf. Þannig er best tryggt að sjónarmið félagsmanna liggi til grundvallar í öllu starfi og áherslum félagsins og félagið vinni að sameiginlegu hagsmunum. „Við þurfum að huga að félagsfólki VR og hagsmunum þeirra. Við erum fast að 40 þúsund sem skipum félagið og forysta félagsins á að endurspegla þennan fjölbreytta hóp og þau baráttumál sem skipta okkur öll máli. Áfram VR!“ segir Flosi og er þegar kominn í kosningaham.
Kjaramál Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Verslun Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni Sjá meira
Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29
Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26