Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 11:49 Haraldur telur stjórnsýsluna, sem á að veita umsögn um verkefnið, snarbrenglaða; starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sumir hafi þegar hafið störf hjá Röst. vísir/aðsend/arnar Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“ Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“
Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira