Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2025 11:49 Haraldur telur stjórnsýsluna, sem á að veita umsögn um verkefnið, snarbrenglaða; starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar sumir hafi þegar hafið störf hjá Röst. vísir/aðsend/arnar Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu, telur stjórnsýsluna á afar furðulegu róli er varðar leyfisveitingar til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar sem Haraldur segir að vilji sturta 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“ Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Haraldur telur einsýnt að þarna sé umhverfisslys í uppsiglingu sem mun hafa áhrif á „umhverfi, dýralíf og manlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar“. Haraldur rekur, í grein sem hann birtir á Vísi, það hvernig fyrirtækið vilji auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Davíð og Kjartan raunverulegir eigendur Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir skrifaði frétt síðastliðið sumar um rannsóknir þess. Haraldur segir hins vegar að raunverulegir eigendur félagsins séu þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem teljast til helstu auðmanna Íslands. „Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri.“ Það sem Haraldur setur ekki síst út á í grein sinni er hvernig hið opinbera kemur að málum. Eða svo vitnað sé í greinina: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka.“ Hlutdræg stjórnsýsla Uppá síðkastið segir Haraldur svo nokkra aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar hafi flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. „Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð.“ Þá hefur oddvita Hvalfjarðar verið boðin stjórnarseta í Röst. „Og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið.“
Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira