Viðskipti innlent

Flosi fer frá Starfs­greina­sam­bandinu til Aton JL

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Flosi hefur hafið ráðgjafastörf hjá fyrirtækinu.
Flosi hefur hafið ráðgjafastörf hjá fyrirtækinu. Aðsent

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Flosi Eiríksson hefur nú hafið ráðgjafastörf hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL.

Aton JL sérhæfir sig í ráðgjöf um samskipti, stefnumótun, hönnun og markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Flosi hafi fjölbreyttan bakgrunn meðal annars sem húsasmiður og fyrirtækjaráðgjafi hjá KPMG. Þá hafi hann starfað hjá Íslandsstofu við meðal annars fræðslu og ráðgjöf til sprotafyrirtækja.

Árið 2021 tók Flosi við sem formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og sat í bæjarstjórn Kópavogs frá 1998 til 2010.

„Undanfarin misseri höfum við markvisst unnið að því að auka enn frekar þekkingu og reynslu í ráðgjafahóp okkar til að mæta aukinni ásókn í þjónustu okkar. Flosi býr yfir fjölbreyttri þekkingu á íslensku atvinnulífi, stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og kjara- og vinnumarkaðsmálum og er því góð viðbót í öflugt ráðgjafateymi okkar. Þekking hans og reynsla mun nýtast viðskiptavinum okkar vel,“ segir Sif Jóhannsdóttir, rekstrarstjóri Aton JL um ráðninguna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×