Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 15:41 Konan sagðist hafa sent tölvupóstinn í mikilli geðshræringu. Myndin er úr safni. Getty Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira