Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 15:41 Konan sagðist hafa sent tölvupóstinn í mikilli geðshræringu. Myndin er úr safni. Getty Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli konu sem árið 2020 deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu. Hún var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness sýknað konuna. Konan var ákærð fyrir lostugt athæfi, sem var útskýrt með eftirfarandi hætti í dómi Landsréttar: „Með „lostugu athæfi“ í skilningi ákvæðisins er átt við athöfn sem er af kynferðislegum toga og sem stjórnast af kynhneigð manna, en gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismök.“ Dómurinn féll í Hæstarétti í dag.Vísir/Vilhelm Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær, en héraðsdómur féllst ekki á að um lostugt athæfi væri að ræða. Málsvörn konunnar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vildi meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Í dómi Landsréttar sagði að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Í dómi Hæstaréttar var komist að því að myndasendingarnar hafi verið að kynferðislegum toga. Þá komst dómurinn að sömu niðurstöðu og Landsréttur um sakfellingu og ákvörðun refsingar. Valdi níu blaðsíður af hundrað Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi mannsins og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og sagði að henni hefði blöskrað þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Konan prentaði um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og sendi síðan umræddan póst sem innihélt níu blaðsíður sem sýndu samskipti þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Ákvörðunin af kynferðislegum toga Í dómi Hæstaréttar segir að á þessum níu blaðsíðum hafi verið samskipti milli mannsins og konunnar sem höfðu enga tengingu við persónu eiginkonunnar eða syni þeirra fyrrverandi hjóna. Hæstiréttur segir að þó að fallist sé á með eiginkonunni að gjörðir hennar hafi stjórnast af reiði og geðshræringu vegna þess hvernig maðurinn ræddi um syni þeirra við konuna, verði að líta til þess að hún valdi sérstaklega þessar níu blaðsíður af hundrað til að senda í tölvupósti. Vegna þess að pósturinn sem eiginkonan sendi innihélt engar tilvísanir til hennar sjálfrar eða sonanna er það niðurstaða Hæstaréttar að ástæðurnar sem konan bar fyrir sig skýri ekki ákvörðun hennar. Því þykir Hæstarétti einsýnt að ákvörðunin hafi verið að kynferðislegum toga. Hæstiréttur komst því að þeirri niðurstöðu að háttsemi eiginkonunnar hafi verið „lostug“.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira