Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 12:00 Átján leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Línur skýrast. Vísir/Samsett mynd Lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dagskrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistaradeildarmessunni í umsjón Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu umferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir. Eins og margir vita hefur verið leikið eftir nýju fyrirkomulagi í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili. Í stað hinnar hefðbundnu riðlakeppni með fjögurra liða riðlum, sem við þekkjum frá fyrri tíð, hafa þrjátíu og sex lið keppt í einfaldri deildarkeppni þar sem að hvert lið leikur átta leiki gegn átta mismunandi andstæðingum, fjóra leiki á heimavelli og sömuleiðis fjóra á útivelli. Efstu átta lið deildarinnar tryggja sér beint sæti í sextán liða úrslitunum. Liðin í níunda til og með tuttugasta og fjórða sæti fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitunum, tveggja leikja einvígi. Liðin fyrir neðan tuttugasta og fjórða sæti ljúka keppni eftir lokaumferð deildarkeppninnar. Tvö lið örugg í sextán liða úrslit Mikil spenna ríkir fyrir lokaumferð kvöldsins þar sem að leikirnir átján hefjast allir klukkan átta á íslenskum tíma. Aðeins tvö lið eru örugg með sæti í sextán liða úrslitunum. Það eru efstu tvö lið deildarinnar fyrir lokaumferð deildarkeppninnar: Liverpool og Barcelona. Sextán lið eru örugg með sæti í Meistaradeildinni fram yfir deildarkeppnina og fara því annað hvort beint í sextán liða úrslitin eða í umspil um sæti í sextán liða úrslitum. Þau lið eru: Arsenal (England), Inter Milan (Ítalía), Atletico Madrid (Spánn), AC Milan (Ítalía), Atalanta (Ítalía), Bayer Leverkusen (Þýskaland), Aston Villa (England), Mónakó (Frakkland), Feyenoord (Holland), Lille (Frakkland), Brest (Frakkland), Borussia Dortmund (Þýskaland), Bayern Munchen (Þýskaland), Real Madrid (Spánn), Juventus (Juventus) og Celtic (Skotland) Níu lið eru enn ekki örugg með sæti í Meistaradeildinni fram yfir deildarkeppnina í annað hvort sextán liða úrslitunum eða umspili fyrir þau. Það eru eftirfarandi: PSV (Holland), Club Brugge (Belgía), Benfica (Portúgal), PSG (Frakkland), Sporting Lisbon (Portúgal), Stuttgart (Þýskaland), Manchester City (England), Dinamo Zagreb (Króatía), Shakhtar Donetsk (Úkraína) Neðstu níu lið deildarinnar sem stendur eru nú þegar fallin úr leik, þau lið eru: Young Boys (Sviss), Slovan Bratislava (Slóvakía), Salzburg (Austurríki), Sturm Graz (Austurríki), FK Crvena Zvezda (Serbía), Girona (Spánn), RB Leipzig (Þýskaland), Sparta Prag (Tékkland), Bologna (Ítalía) Hér má svo sjá leiki kvöldsins í lokaumferðinni. Af leikjunum átján má segja að eitthvað sé undir í sextán þeirra, aðeins viðureignir Young Boys og Crvena Zvezda sem og Sturm Graz og RB Leipzig eru innbyrðisviðureignir liða sem eiga nú þegar engan möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum eða umspilinu og þar með er ekkert undir fyrir þau lið: Lokaumferðin: • Aston Villa (9. sæti) vs Celtic (18.sæti) • Barcelona (2.sæti) vs Atalanta (7.sæti) • Bayer Leverkusen (8.sæti) vs Sparta Prague (29.sæti) • Bayern Munich (15.sæti) vs Slovan Bratislava (35.sæti) • Borussia Dortmund (14.sæti) vs Shakhtar Donetsk (27.sæti) • Brest (13.sæti) vs Real Madrid (16.sæti) • Dinamo Zagreb (26.sæti) vs Milan (6.sæti) • Girona (31.sæti) vs Arsenal (3.sæti) • Internazionale (4.sæti) vs Monaco (10.sæti) • Juventus (17.sæti) vs Benfica (21.sæti) • Lille (12.sæti) vs Feyenoord (11sæti) • Manchester City (25.sæti) vs Club Brugge (20.sæti) • PSV (19.sæti) vs Liverpool (1.sæti) • Red Bull Salzburg (34.sæti) vs Atlético Madrid (5.sæti) • Sturm Graz (33.sæti) vs RB Leipzig (30.sæti) • Sporting CP (23.sæti) vs Bologna (28.sæti) • VfB Stuttgart (24.sæti) vs Paris Saint-Germain (22.sæti) • Young Boys (36.sæti) vs Crvena zvezda (32.sæti) Baráttan um beint sæti í sextán liða úrslitin (Topp átta): Það gæti margt breyst varðandi það hvaða lið tryggja sér eitt af efstu átta sætum deildarinnar en þar eru aðeins topp tvö lið deildarinnar, Liverpool og Barcelona, sem hafa nú þegar gulltryggt sér eitt af topp átta sætunum og þar með farmiða í sextán liða úrslitin. Það skýrist í kvöld hvort þessara liða endar deildarkeppnina á toppnum. Liverpool hefur unnið alla leiki sína til þessa í Meistaradeildinni og er öruggt með sæti í sextán liða úrslitunumGetty Arsenal er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en gulltryggir sig áfram með að minnsta kosti jafntefli gegn Girona á Spáni í kvöld en þó ber þess að geta að að sökum mjög svo hagstæðrar markatölu og þeirrar staðreyndar að núverandi lið í áttunda sæti er með þremur stigum minna en lærisveinar Arteta eru allar líkur á því að liðið sé samt öruggt með sæti í átta liða úrslitum þrátt fyrir að það tapi í kvöld. Hvað önnur lið í topp átta sætum deildarinnar varðar eru það Inter Milan, Atletico Madrid, Bayer Leverkusen AC Milan sem eiga hvað mestan tölfræðilegan möguleika samkvæmt Opta á að tryggja sér eitt af topp átta sætunum. Inter Milan nægir jafntefli gegn Mónakó til þess að gera það á meðan að Atletico Madrid og AC Milan gætu þurft sigur til þess að verða sér út um beinan farmiða í sextán liða úrslitin. Bayer Leverkusen hangir í áttunda sætinu á markatölu sem stendur og sigur gegn Spörtu Prag í kvöld ætti að fara langt með að tryggja liðinu eitt af efstu átta sætunum. Á meðan hanga bestu vonir Aston Villa í níunda sætinu á því að liðið klári sitt gegn Celtic á heimavelli og að Atalanta tapi stigum gegn Barcelona á sama tíma. Hákon Arnar átti góðan leik í liði Lille sem mátti þó þola naumt tap gegn Liverpool í síðustu umferð.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Lið neðar í töflunni sem eiga enn tölfræðilegan möguleika, sem er þó í sumum tilfellum nær óhugsanlegur, á að ná í eitt af topp átta sætunum eru eftirfarandi: Mónakó (Frakkland), Feyenoord (Holland), Lille (Frakkland), Brest (Frakkland), Borussia Dortmund (Þýskaland), Bayern Munchen (Þýskaland), Real Madrid (Spánn), Juventus (Ítalía), Celtic (Skotland), PSV Eindhoven (Holland), Club Brugge (Belgía). Af þessum liðum eru lið Lille, með íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson innanborðs, talið líklegast, samkvæmt útreikningum tölfræðiveitunnar OPTA, til þess að geta mögulega skotið sér í eitt af topp átta sætunum. Lille tekur á móti Feyenoord í kvöld en liðin sitja í tólfta og þrettánda sæti með þrettán stig. Lille myndi þurfa sigur gegn Feyenoord sem og treysta á að önnur úrslit falli sér í vil. Baráttan um umspilssæti (9. – 24.sæti) - City í hættu Flestra augu verða á Manchester City í kvöld. Liðinu hefur gengið herfilega hingað til í Meistaradeildinni. Manchester City er sem stendur í 25.sæti Meistaradeildarinnar með átta stig og þarf að vinna Club Brugge á heimavelli í kvöld til þess að tryggja sér sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar. Það er pressa á City fyrir lokaumferðinaVísir/Getty Allt annað en sigur sér til þess að Manchester City fellur úr leik. Sigur gulltryggir sömuleiðis sæti liðsins í umspilinu þar sem að með sigri á Club Brugge færi Manchester City alltaf yfir belgíska liðið sem er sem stendur í 20.sæti með þremur stigum meira en Manchester City en verri markatölu. Það er þýska liðið Stuttgart sem situr í síðasta umspilssætinu fyrir lokaumferðina (24.sæti) og í kvöld taka þeir þýsku á móti franska stórliðinu Paris Saint-Germain (22.sæti). Stuttgart er með tveggja stiga forskot á liðin fyrir neðan sig en gæti sloppið með tapi í kvöld fari svo að bæði Manchester City og Dinamo Zagreb tapi stigum. Jafntefli gæti nægt þeim en sigur gerir það svo sannarlega. Á sama tíma nægir PSG jafntefli til að tryggja sér umsspilssæti en fari allt á versta veg gæti liðið fallið úr leik. Meistaradeildarmessan, í umsjón Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan hálf átta á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Sjá meira
Eins og margir vita hefur verið leikið eftir nýju fyrirkomulagi í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili. Í stað hinnar hefðbundnu riðlakeppni með fjögurra liða riðlum, sem við þekkjum frá fyrri tíð, hafa þrjátíu og sex lið keppt í einfaldri deildarkeppni þar sem að hvert lið leikur átta leiki gegn átta mismunandi andstæðingum, fjóra leiki á heimavelli og sömuleiðis fjóra á útivelli. Efstu átta lið deildarinnar tryggja sér beint sæti í sextán liða úrslitunum. Liðin í níunda til og með tuttugasta og fjórða sæti fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitunum, tveggja leikja einvígi. Liðin fyrir neðan tuttugasta og fjórða sæti ljúka keppni eftir lokaumferð deildarkeppninnar. Tvö lið örugg í sextán liða úrslit Mikil spenna ríkir fyrir lokaumferð kvöldsins þar sem að leikirnir átján hefjast allir klukkan átta á íslenskum tíma. Aðeins tvö lið eru örugg með sæti í sextán liða úrslitunum. Það eru efstu tvö lið deildarinnar fyrir lokaumferð deildarkeppninnar: Liverpool og Barcelona. Sextán lið eru örugg með sæti í Meistaradeildinni fram yfir deildarkeppnina og fara því annað hvort beint í sextán liða úrslitin eða í umspil um sæti í sextán liða úrslitum. Þau lið eru: Arsenal (England), Inter Milan (Ítalía), Atletico Madrid (Spánn), AC Milan (Ítalía), Atalanta (Ítalía), Bayer Leverkusen (Þýskaland), Aston Villa (England), Mónakó (Frakkland), Feyenoord (Holland), Lille (Frakkland), Brest (Frakkland), Borussia Dortmund (Þýskaland), Bayern Munchen (Þýskaland), Real Madrid (Spánn), Juventus (Juventus) og Celtic (Skotland) Níu lið eru enn ekki örugg með sæti í Meistaradeildinni fram yfir deildarkeppnina í annað hvort sextán liða úrslitunum eða umspili fyrir þau. Það eru eftirfarandi: PSV (Holland), Club Brugge (Belgía), Benfica (Portúgal), PSG (Frakkland), Sporting Lisbon (Portúgal), Stuttgart (Þýskaland), Manchester City (England), Dinamo Zagreb (Króatía), Shakhtar Donetsk (Úkraína) Neðstu níu lið deildarinnar sem stendur eru nú þegar fallin úr leik, þau lið eru: Young Boys (Sviss), Slovan Bratislava (Slóvakía), Salzburg (Austurríki), Sturm Graz (Austurríki), FK Crvena Zvezda (Serbía), Girona (Spánn), RB Leipzig (Þýskaland), Sparta Prag (Tékkland), Bologna (Ítalía) Hér má svo sjá leiki kvöldsins í lokaumferðinni. Af leikjunum átján má segja að eitthvað sé undir í sextán þeirra, aðeins viðureignir Young Boys og Crvena Zvezda sem og Sturm Graz og RB Leipzig eru innbyrðisviðureignir liða sem eiga nú þegar engan möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum eða umspilinu og þar með er ekkert undir fyrir þau lið: Lokaumferðin: • Aston Villa (9. sæti) vs Celtic (18.sæti) • Barcelona (2.sæti) vs Atalanta (7.sæti) • Bayer Leverkusen (8.sæti) vs Sparta Prague (29.sæti) • Bayern Munich (15.sæti) vs Slovan Bratislava (35.sæti) • Borussia Dortmund (14.sæti) vs Shakhtar Donetsk (27.sæti) • Brest (13.sæti) vs Real Madrid (16.sæti) • Dinamo Zagreb (26.sæti) vs Milan (6.sæti) • Girona (31.sæti) vs Arsenal (3.sæti) • Internazionale (4.sæti) vs Monaco (10.sæti) • Juventus (17.sæti) vs Benfica (21.sæti) • Lille (12.sæti) vs Feyenoord (11sæti) • Manchester City (25.sæti) vs Club Brugge (20.sæti) • PSV (19.sæti) vs Liverpool (1.sæti) • Red Bull Salzburg (34.sæti) vs Atlético Madrid (5.sæti) • Sturm Graz (33.sæti) vs RB Leipzig (30.sæti) • Sporting CP (23.sæti) vs Bologna (28.sæti) • VfB Stuttgart (24.sæti) vs Paris Saint-Germain (22.sæti) • Young Boys (36.sæti) vs Crvena zvezda (32.sæti) Baráttan um beint sæti í sextán liða úrslitin (Topp átta): Það gæti margt breyst varðandi það hvaða lið tryggja sér eitt af efstu átta sætum deildarinnar en þar eru aðeins topp tvö lið deildarinnar, Liverpool og Barcelona, sem hafa nú þegar gulltryggt sér eitt af topp átta sætunum og þar með farmiða í sextán liða úrslitin. Það skýrist í kvöld hvort þessara liða endar deildarkeppnina á toppnum. Liverpool hefur unnið alla leiki sína til þessa í Meistaradeildinni og er öruggt með sæti í sextán liða úrslitunumGetty Arsenal er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en gulltryggir sig áfram með að minnsta kosti jafntefli gegn Girona á Spáni í kvöld en þó ber þess að geta að að sökum mjög svo hagstæðrar markatölu og þeirrar staðreyndar að núverandi lið í áttunda sæti er með þremur stigum minna en lærisveinar Arteta eru allar líkur á því að liðið sé samt öruggt með sæti í átta liða úrslitum þrátt fyrir að það tapi í kvöld. Hvað önnur lið í topp átta sætum deildarinnar varðar eru það Inter Milan, Atletico Madrid, Bayer Leverkusen AC Milan sem eiga hvað mestan tölfræðilegan möguleika samkvæmt Opta á að tryggja sér eitt af topp átta sætunum. Inter Milan nægir jafntefli gegn Mónakó til þess að gera það á meðan að Atletico Madrid og AC Milan gætu þurft sigur til þess að verða sér út um beinan farmiða í sextán liða úrslitin. Bayer Leverkusen hangir í áttunda sætinu á markatölu sem stendur og sigur gegn Spörtu Prag í kvöld ætti að fara langt með að tryggja liðinu eitt af efstu átta sætunum. Á meðan hanga bestu vonir Aston Villa í níunda sætinu á því að liðið klári sitt gegn Celtic á heimavelli og að Atalanta tapi stigum gegn Barcelona á sama tíma. Hákon Arnar átti góðan leik í liði Lille sem mátti þó þola naumt tap gegn Liverpool í síðustu umferð.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Lið neðar í töflunni sem eiga enn tölfræðilegan möguleika, sem er þó í sumum tilfellum nær óhugsanlegur, á að ná í eitt af topp átta sætunum eru eftirfarandi: Mónakó (Frakkland), Feyenoord (Holland), Lille (Frakkland), Brest (Frakkland), Borussia Dortmund (Þýskaland), Bayern Munchen (Þýskaland), Real Madrid (Spánn), Juventus (Ítalía), Celtic (Skotland), PSV Eindhoven (Holland), Club Brugge (Belgía). Af þessum liðum eru lið Lille, með íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson innanborðs, talið líklegast, samkvæmt útreikningum tölfræðiveitunnar OPTA, til þess að geta mögulega skotið sér í eitt af topp átta sætunum. Lille tekur á móti Feyenoord í kvöld en liðin sitja í tólfta og þrettánda sæti með þrettán stig. Lille myndi þurfa sigur gegn Feyenoord sem og treysta á að önnur úrslit falli sér í vil. Baráttan um umspilssæti (9. – 24.sæti) - City í hættu Flestra augu verða á Manchester City í kvöld. Liðinu hefur gengið herfilega hingað til í Meistaradeildinni. Manchester City er sem stendur í 25.sæti Meistaradeildarinnar með átta stig og þarf að vinna Club Brugge á heimavelli í kvöld til þess að tryggja sér sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar. Það er pressa á City fyrir lokaumferðinaVísir/Getty Allt annað en sigur sér til þess að Manchester City fellur úr leik. Sigur gulltryggir sömuleiðis sæti liðsins í umspilinu þar sem að með sigri á Club Brugge færi Manchester City alltaf yfir belgíska liðið sem er sem stendur í 20.sæti með þremur stigum meira en Manchester City en verri markatölu. Það er þýska liðið Stuttgart sem situr í síðasta umspilssætinu fyrir lokaumferðina (24.sæti) og í kvöld taka þeir þýsku á móti franska stórliðinu Paris Saint-Germain (22.sæti). Stuttgart er með tveggja stiga forskot á liðin fyrir neðan sig en gæti sloppið með tapi í kvöld fari svo að bæði Manchester City og Dinamo Zagreb tapi stigum. Jafntefli gæti nægt þeim en sigur gerir það svo sannarlega. Á sama tíma nægir PSG jafntefli til að tryggja sér umsspilssæti en fari allt á versta veg gæti liðið fallið úr leik. Meistaradeildarmessan, í umsjón Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan hálf átta á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Arsenal (England), Inter Milan (Ítalía), Atletico Madrid (Spánn), AC Milan (Ítalía), Atalanta (Ítalía), Bayer Leverkusen (Þýskaland), Aston Villa (England), Mónakó (Frakkland), Feyenoord (Holland), Lille (Frakkland), Brest (Frakkland), Borussia Dortmund (Þýskaland), Bayern Munchen (Þýskaland), Real Madrid (Spánn), Juventus (Juventus) og Celtic (Skotland)
PSV (Holland), Club Brugge (Belgía), Benfica (Portúgal), PSG (Frakkland), Sporting Lisbon (Portúgal), Stuttgart (Þýskaland), Manchester City (England), Dinamo Zagreb (Króatía), Shakhtar Donetsk (Úkraína)
Young Boys (Sviss), Slovan Bratislava (Slóvakía), Salzburg (Austurríki), Sturm Graz (Austurríki), FK Crvena Zvezda (Serbía), Girona (Spánn), RB Leipzig (Þýskaland), Sparta Prag (Tékkland), Bologna (Ítalía)
Lokaumferðin: • Aston Villa (9. sæti) vs Celtic (18.sæti) • Barcelona (2.sæti) vs Atalanta (7.sæti) • Bayer Leverkusen (8.sæti) vs Sparta Prague (29.sæti) • Bayern Munich (15.sæti) vs Slovan Bratislava (35.sæti) • Borussia Dortmund (14.sæti) vs Shakhtar Donetsk (27.sæti) • Brest (13.sæti) vs Real Madrid (16.sæti) • Dinamo Zagreb (26.sæti) vs Milan (6.sæti) • Girona (31.sæti) vs Arsenal (3.sæti) • Internazionale (4.sæti) vs Monaco (10.sæti) • Juventus (17.sæti) vs Benfica (21.sæti) • Lille (12.sæti) vs Feyenoord (11sæti) • Manchester City (25.sæti) vs Club Brugge (20.sæti) • PSV (19.sæti) vs Liverpool (1.sæti) • Red Bull Salzburg (34.sæti) vs Atlético Madrid (5.sæti) • Sturm Graz (33.sæti) vs RB Leipzig (30.sæti) • Sporting CP (23.sæti) vs Bologna (28.sæti) • VfB Stuttgart (24.sæti) vs Paris Saint-Germain (22.sæti) • Young Boys (36.sæti) vs Crvena zvezda (32.sæti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Sjá meira