Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 19:04 Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varar fólk eindregið gegn því að taka lyf sem keypt eru á svörtum markaði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“ Lögreglumál Lyf Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“
Lögreglumál Lyf Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira