Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2025 20:01 Runólfur Þórhallsson og Guðmundur Arnar Sigmundsson eru ánægðir með hvernig æfingin „Ísland ótengt“ tókst til í dag. Vísir/Bjarni Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð. Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur. Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur.
Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira