Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 12:05 Sigríður Friðjónsdótttir ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi. Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira