Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 12:02 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og litið mjög alvarlegum augum. vísir/vilhelm Karlmaður á Akranesi, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu hóps ungmenna, taldi sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nokkrir hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Árásin átti sér stað í desember og er lýst sem hrottalegri. Mbl.is greindi fyrst frá en þar segir að nokkur ungmenni hafi gengið í skrokk á manni sem þau leiddu í gildru með tálbeituaðferð. Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir að manninum hafi verið veittir alvarlegir áverkar þó hann geti ekki farið nánar út í líðan hans en maðurinn sjálfur tilkynnt atvikið til lögreglu. „Síðan fer myndskeið af þessu á samfélagsmiðla og upptökur þannig það liggur nú fyrir hvað gerðist. Þetta er í rannsókn. Það er búið að handtaka einhverja út af þessu en rannsókn er ekki lokið.“ Árásin til á myndskeiði Og lítur allt út fyrir að árásarmennirnir hafi sjálfir tekið árásina upp á myndskeið í þeim tilgangi að dreifa því á samfélagsmiðlum. Ásmundur segir að mögulega verði fleiri handteknir vegna málsins. Yfirheyrslur hafi staðið yfir og er málið á lokametrum rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun karlmaðurinn, sem búsettur er á Akranesi, hafa talið sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Hópurinn stundi tálbeituaðferðir Nútíminn greindi frá því í síðustu viku að hópur ungmenna stundi það að nota tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga í þeim tilgangi að ganga í skrokk á þeim. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sagði svo í kvöldfréttum okkar fyrir viku að nokkuð væri um slíka háttsemi og að hún væri litin grafalvarlegum augum. Ásmundur tekur undir og segir þetta tiltekna mál á Akranesi grafalvarlegt. „Og þegar einhverjir úti í bæ, eins og það er orðað, ákveða eitthvað og telja einhverja seka um eitthvað og lokka þá svona til sín. Þetta er náttúrulega grafalvarlegt, grafalvarlegt í raun.“ Og getur verið stórhættulegt? „Algjörlega. Þessum aðila eru veitt það mikið af höggum að þetta hefði getað farið mjög illa.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Akranes Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira