Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 14:31 Ljósabekkjum á Íslandi hefur farið fækkandi á síðustu árum. Getty Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu tólf mánuði á Íslandi er nú fimm prósent og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022. Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Á vef Geislavarna segir að einnig fækki ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var 2023. Þá hafi fjöldi ljósabekkja á Íslandi verið 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. „Það vekur athygli að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós hafi lækkað á milli kannana þá sýna niðurstöðurnar að þeir sem fara á annað borð í ljós fara oftar í ljós núna en árið 2022. Meðalfjöldi skipta sem svarendur hafa farið í ljós á sl. 12 mánuðum fer úr 0,2 skiptum upp í 0,6 skipti. Þar ber mest á því að fleiri fara vikulega eða oftar í ljós: Árið 2022 var hlutfallið 0% en er nú 0,7%. Einnig eru fleiri sem fara í ljós 1-3 sinnum í mánuði. Árið 2022 var hlutfallið 0,1% en er nú 0,4%. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið frá upphafi mælinga á hlutfalli fullorðinna sem notuðu ljósabekki á undangengum 12 mánuðum. Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á Íslandi á þriggja ára fresti frá árinu 2005 og var síðasta talning gerð í lok árs 2023. Þá voru samtals 16 staðir sem seldu almenningi aðgang að ljósabekkjum með samtals 86 ljósabekki, þar af 64 á höfuðborgarsvæðinu og 22 utan þess. Myndin að neðan sýnir hvernig fjöldi ljósabekkja á Íslandi hefur þróast frá árinu 2005. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um ráðleggingar gegn notkun ljósabekkja og hana má finna hér. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja hefur verið í gildi á Íslandi frá janúar 2011,“ segir á vef Geislavarna. Heilsa Heilbrigðismál Ljósabekkir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Á vef Geislavarna segir að einnig fækki ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var 2023. Þá hafi fjöldi ljósabekkja á Íslandi verið 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. „Það vekur athygli að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós hafi lækkað á milli kannana þá sýna niðurstöðurnar að þeir sem fara á annað borð í ljós fara oftar í ljós núna en árið 2022. Meðalfjöldi skipta sem svarendur hafa farið í ljós á sl. 12 mánuðum fer úr 0,2 skiptum upp í 0,6 skipti. Þar ber mest á því að fleiri fara vikulega eða oftar í ljós: Árið 2022 var hlutfallið 0% en er nú 0,7%. Einnig eru fleiri sem fara í ljós 1-3 sinnum í mánuði. Árið 2022 var hlutfallið 0,1% en er nú 0,4%. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið frá upphafi mælinga á hlutfalli fullorðinna sem notuðu ljósabekki á undangengum 12 mánuðum. Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á Íslandi á þriggja ára fresti frá árinu 2005 og var síðasta talning gerð í lok árs 2023. Þá voru samtals 16 staðir sem seldu almenningi aðgang að ljósabekkjum með samtals 86 ljósabekki, þar af 64 á höfuðborgarsvæðinu og 22 utan þess. Myndin að neðan sýnir hvernig fjöldi ljósabekkja á Íslandi hefur þróast frá árinu 2005. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um ráðleggingar gegn notkun ljósabekkja og hana má finna hér. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja hefur verið í gildi á Íslandi frá janúar 2011,“ segir á vef Geislavarna.
Heilsa Heilbrigðismál Ljósabekkir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira