Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 07:47 Gagnrýnendur DEI vilja að aðeins sé horft til getu starfsmanna en ekki annarra þátta, til að mynda kyns eða kynþáttar. Getty Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Segja á starfsfólkinu upp fyrir lok mánaðar. Stofnunum hefur einnig verið gert að yfirfara vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu fjölbreytni, jafnréttis, inngildingar og aðgengis. Þá ber þeim að upplýsa alla þá sem starfað hafa að slíkum málum að skrifstofum þeirra verði lokað. Samkvæmt New York Times verður gerð krafa um að starfsmenn verði yfirheyrðir um mögulegar aðgerðir eða úrræði sem kunna að fara huldu höfði í kerfinu undir „dulnefni“ eða ónákvæmu orðalagi. Fyrirskipunin er í samræmi við forsetatilskipun sem Donald Trump undirritaði sama dag og hann sór embættiseið sem 47. forseti Bandaríkjanna á mánudag. Þar kvað hann á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Þá undirritaði forsetinn aðra tilskipun í gær þar sem hann hvatti almenna vinnumarkaðinn að gera slíkt hið sama og binda enda á „ólöglega mismunun á grundvelli DEI“. Þá skipaði hann stofnunum að rannsaka hvort fyrirtæki og félagasamtök færu eftir lögum um almenn borgaraleg réttindi. DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og stundum er A-i bætt við fyrir „accessibility“. DEI aðgerðir og úrræði snúast þannig um að horfa til fjölbreytni, til dæmis hvað varðar kynþátt, kynhneigð og aldur, að koma jafnt fram við alla og hvetja til menningar þar sem hlustað er á allar raddir. Úrræðin hafa hins vegar verið gagnrýnd, meðal annars af Trump og stuðningsmönnum hans, fyrir að gera upp á milli einstaklinga á röngum forsendum. Segja gagnrýnendur DEI úrræði í raun grafa undan jafnrétti með því að horfa til annarra þátta en framlaga einstaklingsins til vinnustaðarins. Þannig hafi frekar verið horft til meðfæddra þátta, til dæmis kyns og kynþáttar, í stað raunverulegrar getu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Jafnréttismál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira