Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2025 19:21 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sendi Donald Trump forseta Bandaríkjanna árnaðaróskir eftir að hann sór embættiseið í gær. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira