Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. janúar 2025 19:22 Frá Seyðisfirði. Lögreglan á Austurlandi Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Lögreglustjórinn segir rýmingu hafa gengið vel, þó hún sé alltaf viðkvæmt mál. Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár í dag. Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár. Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Þrjú snjóflóð féllu fyrir ofan varnargarðana í Neskaupstað í nótt en ekkert þeirra nógu kraftmikið til að ná að görðunum sjálfum. Verulega dró úr úrkomu á Austfjörðum í morgun en í kvöld er spáð talsverðri úrkomu sem á að vara frameftir. Hundrað og sjötíu manns þurftu að rýma heimili sín í Neskaupstað og Seyðisfirði í gær og bættust íbúar fjögurra fjölbýlishúsa á Seyðisfirði við þann hóp í dag. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afléttingu rýminga. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir rýmingu hafa gengið vel. „Íbúar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og það hefur allt gengið vel. Svo hefur samstarf við alla viðbragðsaðila líka gengið vel. Við erum mjög þakklát fyrir það því þetta er mjög viðkvæmt og erfitt í framkvæmd,“ segir Margrét. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi.Vísir/Sigurjón Guðrún Ólafsdóttir þurfti ásamt eiginmanni sínum að rýma heimili sitt í Neskaupstað. Í stað þess að gista hjá dóttur sinni ákváðu þau að eyða nóttinni í hesthúsinu. „Töldum það vera öruggast að vera hér í hesthúsinu yfir nóttina. Það er á öruggu svæði. Þá gátum við gefið hestunum og svona,“ segir Guðrún. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjónin þurfa að rýma. „Maður verður náttúrulega að hlíta því þegar það eru viðvaranir og rýming. Það er bara öryggi í þessu,“ segir Guðrún. Guðrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Erlingur Bótólfsson. Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt. Fyrstur á staðinn var varðstjóri sem býr rétt hjá, vopnaður slökkvitæki. „Mögulega hefur bíllinn bara ofhitnað, ég svosem kann engar skýringar á því. Það er að nást upp eldur þegar ég er að koma að honum. Á örskammri stundu verður hann alelda. Félagar mínir í slökkviliðinu fara niður á slökkvistöð og ná í slökkvibílinn. Sem betur fer er hann nægilega stór og öflugur til að fara í gegnum þessa ófærð hérna. Það gekk ótrúlega vel að ná í bílinn miðað við ófærðina í bænum. Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman til að ná niður á stöð,“ segir Elvar. Eftir að liðsauki barst tókst að ná tökum á eldinum á skömmum tíma. Veðrið var með viðbragðsaðilum í liði, en hlutir hefðu getað endað verr. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu. Heiðin ekki opin, þetta eru bara grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við,“ segir Elvar. Heimildin greinir frá því að þetta hafi verið fyrsta barnið til að fæðast á Seyðisfirði í yfir þrjátíu ár.
Múlaþing Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent